Gunnar lenti í kröppum dansi 12. apríl 2006 00:01 Mattias Jonsson sést hér tækla Gunnar illa í leiknum á mánudagskvöldið. Jonsson fékk rautt spjald fyrir vikið. fréttablaðið/scanpix Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Hinn íslendingurinn hjá liðinu, Pétur Marteinsson, tók í sama streng. "Það eru miklar tilfinningar í gangi í svona stórleik sem er hrein barátta um Stokkhólm," sagði Pétur en Gunnar var mikið í sviðsljósinu í leiknum. Sænski landsliðsframherjinn Matthias Jonson var úti á hægri kanti þar sem hann sendi boltann fyrir, boltinn hrökk í hendina á Gunnari en ekki var um vítaspyrnu að ræða. Gunnar hreinsaði síðan boltann frá en Jonsson kom aðvífandi og þrumaði í fótinn á Gunnari. Báðir lágu þeir óvígir á vellinum en eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann rak dómarinn Jonsson af velli. "Þetta var aldrei hendi, ég var með hendina upp að líkamanum. Ég hreinsaði svo boltann þegar hann kom of seint inn og þrumaði í kálfann á mér. Þetta var virkilega óþægilegt en sem betur fer náði ég að halda áfram og verð tilbúinn í næsta leik. Það blæddi aðeins inn á kálfann en ég tek því bara aðeins rólega fyrir vikið," sagði Gunnar Þór í gær. "Það var mikið líf í kringum þetta og allt gjörsamlega brjálað á vellinum. Ég var ekki alveg sáttur við Jonsson og vildi gera líf úr þessu til þess að dómarinn tæki þetta alvarlega, og ég lét hann því heyra það all hressilega. Þú sparkar ekkert í litla íslendinginn hjá Hammarby, maður verður að verja kjúklinginn," sagði Pétur í gamansönum tón en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Pétur segir að mikil ánægja sé með frammistöðu Gunnars hjá félaginu. "Hann spilar þennan leik fyrir framan brjálaða áhorfendur, 30 þúsund talsins, sem er eitthvað sem hann hefur aldrei kynnst ,en hann stóðst prófið og rúmlega það," sagði Pétur. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Hinn íslendingurinn hjá liðinu, Pétur Marteinsson, tók í sama streng. "Það eru miklar tilfinningar í gangi í svona stórleik sem er hrein barátta um Stokkhólm," sagði Pétur en Gunnar var mikið í sviðsljósinu í leiknum. Sænski landsliðsframherjinn Matthias Jonson var úti á hægri kanti þar sem hann sendi boltann fyrir, boltinn hrökk í hendina á Gunnari en ekki var um vítaspyrnu að ræða. Gunnar hreinsaði síðan boltann frá en Jonsson kom aðvífandi og þrumaði í fótinn á Gunnari. Báðir lágu þeir óvígir á vellinum en eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann rak dómarinn Jonsson af velli. "Þetta var aldrei hendi, ég var með hendina upp að líkamanum. Ég hreinsaði svo boltann þegar hann kom of seint inn og þrumaði í kálfann á mér. Þetta var virkilega óþægilegt en sem betur fer náði ég að halda áfram og verð tilbúinn í næsta leik. Það blæddi aðeins inn á kálfann en ég tek því bara aðeins rólega fyrir vikið," sagði Gunnar Þór í gær. "Það var mikið líf í kringum þetta og allt gjörsamlega brjálað á vellinum. Ég var ekki alveg sáttur við Jonsson og vildi gera líf úr þessu til þess að dómarinn tæki þetta alvarlega, og ég lét hann því heyra það all hressilega. Þú sparkar ekkert í litla íslendinginn hjá Hammarby, maður verður að verja kjúklinginn," sagði Pétur í gamansönum tón en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Pétur segir að mikil ánægja sé með frammistöðu Gunnars hjá félaginu. "Hann spilar þennan leik fyrir framan brjálaða áhorfendur, 30 þúsund talsins, sem er eitthvað sem hann hefur aldrei kynnst ,en hann stóðst prófið og rúmlega það," sagði Pétur.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira