Frumvarpið gæti tekið breytingum í nefnd Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. apríl 2006 06:00 Upptækir hlutir af ólöglegri starfsemi Með nýjum lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og hryðjuverkastarfsemi á að innleiða hér nýjar tilskipanir Evrópusambandsins í þessum efnum. Myndin er af upptæku góssi Lundúnalögreglu. Nordicphotos/AFP Sex umsagnir hafa borist efnahags- og viðskiptanefnd um frumvarp til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, útilokar ekki breytingar á frumvarpinu með hliðsjón af umsögnum sem borist hafa.Pétur Blöndal„Þetta gengur ansi langt inn á réttindi einstaklinga og ef til vill hafa menn ekki gefið því nægan gaum,“ segir hann, en samkvæmt frumvarpinu ber hverjum þeim sem tekur við greiðslu yfir 15 þúsund evrum að halda eftir upplýsingum um viðskiptin og krefja þann sem greiðir um skilríki. Þá eru lagðar á ríkar skyldur um tilkynningaskyldu í viðskiptum þar sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka. Pétur segir þarna ekki síst lagðar miklar kvaðir á fjármálafyrirtæki um að upplýsa um viðskipti einstaklinga. Umsagnirnar sem borist hafa eru frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SÍB), Viðskiptaráði Íslands, Ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands, og Félagi löggiltra endurskoðenda. Frestur til að skila inn umsögnum rann út 20. þessa mánaðar, en alls voru sendar út 36 umsagnarbeiðnir. Von er á sendinefnd stofnunar sem starfar á vegum OECD og fjallar um aðgerðir gegn alþjóðlegu peningaþvætti, en iðnaðarráðherra hefur lýst því yfir að bregðast þurfi við af fullum þunga til að uppfylla tilmæli í 40 liðum sem stofnunin hefur gefið út. Pétur segir að vel geti verið að koma sendinefndarinnar hafi flýtt því að frumvarpið var lagt fram, en telur það fyrst og fremst gert til að koma hér í lög tilskipun Evrópusambandsins. Svo er löggjöf í þessa veru í gangi víða um heim, enda vilja menn ekki sjá svona starfsemi hjá sér. Pétur telur að ekki sé hægt að segja til um hvenær takist að afgreiða málið, sem enn er til skoðunar hjá nefndinni og bíður annarrar umræðu á þingi. „Ég sé enga ástæðu til að einhver stjórnarmál klárist ekki, þótt það gerist kannski ekki fyrr en eftir kosningar. Það er ekkert náttúrulögmál að Alþingi sé stopp út af bæjarstjórnarkosningum.“ Viðskipti Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Sex umsagnir hafa borist efnahags- og viðskiptanefnd um frumvarp til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, útilokar ekki breytingar á frumvarpinu með hliðsjón af umsögnum sem borist hafa.Pétur Blöndal„Þetta gengur ansi langt inn á réttindi einstaklinga og ef til vill hafa menn ekki gefið því nægan gaum,“ segir hann, en samkvæmt frumvarpinu ber hverjum þeim sem tekur við greiðslu yfir 15 þúsund evrum að halda eftir upplýsingum um viðskiptin og krefja þann sem greiðir um skilríki. Þá eru lagðar á ríkar skyldur um tilkynningaskyldu í viðskiptum þar sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka. Pétur segir þarna ekki síst lagðar miklar kvaðir á fjármálafyrirtæki um að upplýsa um viðskipti einstaklinga. Umsagnirnar sem borist hafa eru frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SÍB), Viðskiptaráði Íslands, Ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands, og Félagi löggiltra endurskoðenda. Frestur til að skila inn umsögnum rann út 20. þessa mánaðar, en alls voru sendar út 36 umsagnarbeiðnir. Von er á sendinefnd stofnunar sem starfar á vegum OECD og fjallar um aðgerðir gegn alþjóðlegu peningaþvætti, en iðnaðarráðherra hefur lýst því yfir að bregðast þurfi við af fullum þunga til að uppfylla tilmæli í 40 liðum sem stofnunin hefur gefið út. Pétur segir að vel geti verið að koma sendinefndarinnar hafi flýtt því að frumvarpið var lagt fram, en telur það fyrst og fremst gert til að koma hér í lög tilskipun Evrópusambandsins. Svo er löggjöf í þessa veru í gangi víða um heim, enda vilja menn ekki sjá svona starfsemi hjá sér. Pétur telur að ekki sé hægt að segja til um hvenær takist að afgreiða málið, sem enn er til skoðunar hjá nefndinni og bíður annarrar umræðu á þingi. „Ég sé enga ástæðu til að einhver stjórnarmál klárist ekki, þótt það gerist kannski ekki fyrr en eftir kosningar. Það er ekkert náttúrulögmál að Alþingi sé stopp út af bæjarstjórnarkosningum.“
Viðskipti Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira