Útflutningur tekur við af skuldasöfnun Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. apríl 2006 06:00 Þorsteinn Þorgeirsson Þorsteinn er skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Hann kynnti í gær fjölmiðlum þjóðhagsspá ráðuneytisins fram til ársins 2010. Markaðurinn/GVA Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2006 til 2010. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. "Ójafnvægið er tímabundið, breytingarnar eru að ganga yfir og hagkerfið er byrjað að leita jafnvægis. Gengisbreytingin er hluti af því," segir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. "Hér voru stóriðjufjárfestingar vel fyrirséðar, en síðan komu ófyrirséðar breytingar á fjármálamarkaði sem höfðu tímabundin áhrif til að stórauka einkaneyslu og innflutning," segir Þorsteinn og vísar til samkeppni á íbúðamarkaði og krónubréfaútgáfu. "En þrátt fyrir tímabundna ókyrrð á alþjóðlegum fjármálamarkaði eru áherslur í spánni að mestu óbreyttar. Í ár gerum við ráð fyrir 4,8 prósenta hagvexti, en samsetning hans er að breytast. Við förum úr þjóðarútgjalda- og skuldadrifnum hagvexti í útflutningsleiddan hagvöxt." Á næsta ári er gert ráð fyrir að innflutningur dragist saman um helming, um leið og álútflutningur aukist. Þorsteinn bendir á að staða ríkissjóðs sé sterk í alþjóðlegum samanburði og eignir landsmanna, þar á meðal óvenjustórir lífeyrissjóðir, nemi þreföldum skuldum þeirra. Hann segir hægari hagvexti spáð á komandi árum, með aðeins meira atvinnuleysi og minni verðbólgu og því séu líkur minni á harðri lendingu. "Við telum að sú umræða hafi verið svolítið yfirdrifin," segir hann Á næsta ári verður 11,9 milljarða halli á ríkissjóði samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, saman borið við áætlaðan hagnað upp á 26,2 milljarða í ár og 37,8 milljarða árið 2005. Þorsteinn segir að þarna vegi trúlega þyngst tekjur sem ríkið verður af vegna fyrirhugaðrar tveggja prósenta tekjuskattslækkunar. Þá komi einnig til á árinu 2007 aukin útgjöld vegna framkvæmda sem áður hafi verið frestað, svo sem við gerð Héðinsfjarðarganga. Þorsteinn áréttar að í spá ráðuneytisins sé ekki gert ráð fyrir öðrum framkvæmdum en þeim sem hafi verið ákveðnar eða séu þegar farnar í gang, en ekki þær sem rætt sé um jafnvel þótt kannski séu 90 prósenta líkur á að einhverjar af þeim fari í gang. Hann bendir hins vegar á að í spánni sé farið yfir það hvað gerist verði af stóriðjuframkvæmdum sem rætt er um. "Þar er verið að tala um ríflega 800 þúsund tonna framleiðslugetu í þremur framkvæmdum sem komið gætu til á næstu átta til tíu árum. Þar er lykillinn svolítið tímasetning framkvæmdanna," segir hann, en bætir um leið við að komi aðgerðirnar jafnt inn verði áhrifin innan við eitt prósent af landsframleiðslu á ári. Áhrif af framkvæmdum í ár og í fyrra segir hann helmingi meiri. Viðskipti Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Sjá meira
Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2006 til 2010. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. "Ójafnvægið er tímabundið, breytingarnar eru að ganga yfir og hagkerfið er byrjað að leita jafnvægis. Gengisbreytingin er hluti af því," segir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. "Hér voru stóriðjufjárfestingar vel fyrirséðar, en síðan komu ófyrirséðar breytingar á fjármálamarkaði sem höfðu tímabundin áhrif til að stórauka einkaneyslu og innflutning," segir Þorsteinn og vísar til samkeppni á íbúðamarkaði og krónubréfaútgáfu. "En þrátt fyrir tímabundna ókyrrð á alþjóðlegum fjármálamarkaði eru áherslur í spánni að mestu óbreyttar. Í ár gerum við ráð fyrir 4,8 prósenta hagvexti, en samsetning hans er að breytast. Við förum úr þjóðarútgjalda- og skuldadrifnum hagvexti í útflutningsleiddan hagvöxt." Á næsta ári er gert ráð fyrir að innflutningur dragist saman um helming, um leið og álútflutningur aukist. Þorsteinn bendir á að staða ríkissjóðs sé sterk í alþjóðlegum samanburði og eignir landsmanna, þar á meðal óvenjustórir lífeyrissjóðir, nemi þreföldum skuldum þeirra. Hann segir hægari hagvexti spáð á komandi árum, með aðeins meira atvinnuleysi og minni verðbólgu og því séu líkur minni á harðri lendingu. "Við telum að sú umræða hafi verið svolítið yfirdrifin," segir hann Á næsta ári verður 11,9 milljarða halli á ríkissjóði samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, saman borið við áætlaðan hagnað upp á 26,2 milljarða í ár og 37,8 milljarða árið 2005. Þorsteinn segir að þarna vegi trúlega þyngst tekjur sem ríkið verður af vegna fyrirhugaðrar tveggja prósenta tekjuskattslækkunar. Þá komi einnig til á árinu 2007 aukin útgjöld vegna framkvæmda sem áður hafi verið frestað, svo sem við gerð Héðinsfjarðarganga. Þorsteinn áréttar að í spá ráðuneytisins sé ekki gert ráð fyrir öðrum framkvæmdum en þeim sem hafi verið ákveðnar eða séu þegar farnar í gang, en ekki þær sem rætt sé um jafnvel þótt kannski séu 90 prósenta líkur á að einhverjar af þeim fari í gang. Hann bendir hins vegar á að í spánni sé farið yfir það hvað gerist verði af stóriðjuframkvæmdum sem rætt er um. "Þar er verið að tala um ríflega 800 þúsund tonna framleiðslugetu í þremur framkvæmdum sem komið gætu til á næstu átta til tíu árum. Þar er lykillinn svolítið tímasetning framkvæmdanna," segir hann, en bætir um leið við að komi aðgerðirnar jafnt inn verði áhrifin innan við eitt prósent af landsframleiðslu á ári. Áhrif af framkvæmdum í ár og í fyrra segir hann helmingi meiri.
Viðskipti Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Sjá meira