Bush kom óvænt til Írak 14. júní 2006 05:45 George Bush og Nouri al-Maliki Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íraks áttu óvæntan fund í Írak í gær, svo óvæntan reyndar að al-Maliki vissi ekki af honum fyrr en fimm mínútum áður. MYND/Ap George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Írak óvænt í gær, en Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vissi ekki af komu hans fyrr en fimm mínútum áður en þeir hittust. Forsætisráðherrann var boðaður til fundarstaðar undir því yfirskyni að fara ætti fram símafundur milli hans og forsetans, en Bush hafði þá flogið frá fundahöldum sínum í Camp David til að tala í eigin persónu við írakska ráðamenn. Bush boðaði á mánudaginn til tveggja daga fundar um stefnumótun í málefnum Íraks og var helsta umfjöllunarefnið hvernig bæla ætti niður uppreisnirnar og flytja stjórn landsins enn frekar í hendur Íraka. "Fyrr eða síðar verður írakska þjóðin að ákveða sig. Vill hún lifa í ótta, eða vill hún lifa í friði?" sagði Bush á fjölmiðlafundi fyrir utan Camp David í gær. Forsetinn lýsti því einnig yfir að arftaki hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawis yrði eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. Sá er sagður heita Abu Hamzar al-Muhajer, en hann er nær alls óþekktur og hefur ekki verið eftirlýstur hingað til. Hann hefur að sögn sent út tilkynningu þar sem hann hótar áframhaldandi hryðjuverkum. Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, sagðist setja af stað nýja öryggisáætlun í nótt, stærstu aðgerðir síðan heimastjórn var endurreist í Írak í júní 2004. Í kjölfar skipunar innanríkis- og varnarmálaráðherra telur al-Maliki tímabært að grípa til aðgerða og munu 75.000 hermenn úr írakska hernum vinna að auknu öryggi í Bagdad og nærsveitum. Aðgerðin mun að sögn taka langan tíma og fela í sér hert útgöngubann, fleiri eftirlitsstaði, vopnabann, húsleitir og aðgerðir gegn uppreisnarmönnum. Stríðið, sem hefur nú staðið í rúm þrjú ár og kostar um 600 milljarða króna mánaðarlega, var einnig til umræðu hjá bandaríska þinginu. John Kerry, þingmaður demókrata, lagði fram tillögu um að flytja bandaríska herinn úr Írak fyrir lok ársins, en ekki er búist við að hún komist í gegnum þingið, en þar eru repúblikanar í meirihluta. Þingkosningar verða í nóvember og repúblikanar berjast við að auka fylgi við forsetann, en það er í sögulegu lágmarki þessa dagana. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Írak óvænt í gær, en Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vissi ekki af komu hans fyrr en fimm mínútum áður en þeir hittust. Forsætisráðherrann var boðaður til fundarstaðar undir því yfirskyni að fara ætti fram símafundur milli hans og forsetans, en Bush hafði þá flogið frá fundahöldum sínum í Camp David til að tala í eigin persónu við írakska ráðamenn. Bush boðaði á mánudaginn til tveggja daga fundar um stefnumótun í málefnum Íraks og var helsta umfjöllunarefnið hvernig bæla ætti niður uppreisnirnar og flytja stjórn landsins enn frekar í hendur Íraka. "Fyrr eða síðar verður írakska þjóðin að ákveða sig. Vill hún lifa í ótta, eða vill hún lifa í friði?" sagði Bush á fjölmiðlafundi fyrir utan Camp David í gær. Forsetinn lýsti því einnig yfir að arftaki hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawis yrði eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. Sá er sagður heita Abu Hamzar al-Muhajer, en hann er nær alls óþekktur og hefur ekki verið eftirlýstur hingað til. Hann hefur að sögn sent út tilkynningu þar sem hann hótar áframhaldandi hryðjuverkum. Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, sagðist setja af stað nýja öryggisáætlun í nótt, stærstu aðgerðir síðan heimastjórn var endurreist í Írak í júní 2004. Í kjölfar skipunar innanríkis- og varnarmálaráðherra telur al-Maliki tímabært að grípa til aðgerða og munu 75.000 hermenn úr írakska hernum vinna að auknu öryggi í Bagdad og nærsveitum. Aðgerðin mun að sögn taka langan tíma og fela í sér hert útgöngubann, fleiri eftirlitsstaði, vopnabann, húsleitir og aðgerðir gegn uppreisnarmönnum. Stríðið, sem hefur nú staðið í rúm þrjú ár og kostar um 600 milljarða króna mánaðarlega, var einnig til umræðu hjá bandaríska þinginu. John Kerry, þingmaður demókrata, lagði fram tillögu um að flytja bandaríska herinn úr Írak fyrir lok ársins, en ekki er búist við að hún komist í gegnum þingið, en þar eru repúblikanar í meirihluta. Þingkosningar verða í nóvember og repúblikanar berjast við að auka fylgi við forsetann, en það er í sögulegu lágmarki þessa dagana.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira