Erlent

Kona Saddams eftirlýst í Írak

Í gær gaf Íraksstjórn frá sér lista yfir eftirlýsta menn landsins, 41 að tölu, og á listanum eru meðal annars eiginkona Saddams Hussein og elsta dóttir þeirra. Ekki var lagt fé til höfuðs þeim en allt að 10 milljón bandaríkjadölum er heitið þeim sem handsama aðra á listanum.

Þar á meðal er Izzat Ibrahim al-Douri sem var háttsettur í ríkisstjórn Saddams og er talinn hafa komið uppreisninni í Írak af stað. Einnig er á listanum al-Kaída liðinn Abu al-Masri. Við erum að dreifa þessum lista til þess að þjóð okkar þekki óvini sína, sagði þjóðaröryggisráðgjafi Íraks, en listinn er kominn í hendur Interpol og lögreglu í löndum þar sem eftirlýsta fólkið dvelur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×