Rokkfjölskyldan á kafi í heyskap fyrir austan 26. júlí 2006 12:00 Ásgeir faðir Magna er á kafi í heyskap þessa dagana ásamt bróður Magna, Arngrími Viðari og syni hans Ásgeiri Boga. MYND/Heiða Lífið gengur sinn vanagang á Brekkubæ á Borgarfirði Eystra sem er æskuheimili Rokkstjörnunnar Magna Ásgeirssonar. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins litu þar við um helgina var Ásgeir Arngrímsson, faðir Magna, á kafi í heyskap ásamt syninum Arngrími Viðari og barnabarninu Ásgeiri Boga Arngrímssyni. Höfðu þeir meiri áhyggjur af slættinum en gengi Magna í Rock Star Supernova keppninni enda vita allir alvöru bændur að það þarf að nota veðurblíðuna þegar hún gefst til að koma heyi í hús. „Magni var ágætur í heyskapnum og mjög góður á vélunum," minnist faðir Magna sem er að vonum stoltur af gengi sonarins vestra. Fjölskyldan hefur ekkert heyrt í Magna síðan 20. júní enda fær hann einungis að hringja tvisvar í viku í heim í 15 mínútur í senn og þeim símtölum eyðir hann í sambýlilskonuna Eyrúnu Huld Haraldsdóttur. „Svo þarf Eyrún að hringja í alla og dreifa fréttunum," segir Arngrímu Viðar og hlær. Íbúar á Borgarfirði Eystra fylgjast með keppninni á breiðtjaldi í Félagsheimilinu Fjarðarborg og þar hefur oft myndast mikil stemning, enda hafa ekki bara íbúar staðarins mætt til að hvetja Magna heldur einnig stórir hópar ferðamanna á ferð um svæðið. „Magni hefur ekki þurft að hafa mikið fyrir þessu hingað til, hann kann alla texta enda vanur að syngja allt milli himins og jarðar á þorrablótum, böllum og allskonar uppákomum með Á móti sól," segir Arngrímur Viðar. Að þessu leyti er hann sterkari en aðrir keppendur sem virðast margir hverjir ekki kunna einn einasta texta. Magni sker sig líka út frá hinum keppendum á fleiri sviðum því Ásgeir Bogi bendir á að hann sé t.d. ekki með eitt einasta tattú en það ætti samt ekki að koma að sök. „Það er ókeypis að kjósa á Netinu og ég vona að einhverjar aðrar þjóðir séu að kjósa hann heldur en bara Íslendingar," segir Ásgeir Bogi sem er sjálfskipaður kosningastjóri fjölskyldunnar. Ef Magni helst áfram inni í keppninni fær hann leyfi fyrir heimsókn út til sín og er fjölskyldan að vonum spennt fyrir því. Reikna þau með því að fjórir til fimm fjölskyldumeðlimir fari þá út til hans - en heyskap þarf að sjálfsögðu að vera lokið áður. Borgarfjörður eystri Rock Star Supernova Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Fleiri fréttir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Sjá meira
Lífið gengur sinn vanagang á Brekkubæ á Borgarfirði Eystra sem er æskuheimili Rokkstjörnunnar Magna Ásgeirssonar. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins litu þar við um helgina var Ásgeir Arngrímsson, faðir Magna, á kafi í heyskap ásamt syninum Arngrími Viðari og barnabarninu Ásgeiri Boga Arngrímssyni. Höfðu þeir meiri áhyggjur af slættinum en gengi Magna í Rock Star Supernova keppninni enda vita allir alvöru bændur að það þarf að nota veðurblíðuna þegar hún gefst til að koma heyi í hús. „Magni var ágætur í heyskapnum og mjög góður á vélunum," minnist faðir Magna sem er að vonum stoltur af gengi sonarins vestra. Fjölskyldan hefur ekkert heyrt í Magna síðan 20. júní enda fær hann einungis að hringja tvisvar í viku í heim í 15 mínútur í senn og þeim símtölum eyðir hann í sambýlilskonuna Eyrúnu Huld Haraldsdóttur. „Svo þarf Eyrún að hringja í alla og dreifa fréttunum," segir Arngrímu Viðar og hlær. Íbúar á Borgarfirði Eystra fylgjast með keppninni á breiðtjaldi í Félagsheimilinu Fjarðarborg og þar hefur oft myndast mikil stemning, enda hafa ekki bara íbúar staðarins mætt til að hvetja Magna heldur einnig stórir hópar ferðamanna á ferð um svæðið. „Magni hefur ekki þurft að hafa mikið fyrir þessu hingað til, hann kann alla texta enda vanur að syngja allt milli himins og jarðar á þorrablótum, böllum og allskonar uppákomum með Á móti sól," segir Arngrímur Viðar. Að þessu leyti er hann sterkari en aðrir keppendur sem virðast margir hverjir ekki kunna einn einasta texta. Magni sker sig líka út frá hinum keppendum á fleiri sviðum því Ásgeir Bogi bendir á að hann sé t.d. ekki með eitt einasta tattú en það ætti samt ekki að koma að sök. „Það er ókeypis að kjósa á Netinu og ég vona að einhverjar aðrar þjóðir séu að kjósa hann heldur en bara Íslendingar," segir Ásgeir Bogi sem er sjálfskipaður kosningastjóri fjölskyldunnar. Ef Magni helst áfram inni í keppninni fær hann leyfi fyrir heimsókn út til sín og er fjölskyldan að vonum spennt fyrir því. Reikna þau með því að fjórir til fimm fjölskyldumeðlimir fari þá út til hans - en heyskap þarf að sjálfsögðu að vera lokið áður.
Borgarfjörður eystri Rock Star Supernova Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Fleiri fréttir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Sjá meira