Erlent

Samkynhneigðir fá ekki að giftast

Jeff Kingsbury og Alan Fuller Tveir þeirra, sem höfðu kært lögin til hæstaréttar, skoða úrskurðinn vonsviknir á svip.
Jeff Kingsbury og Alan Fuller Tveir þeirra, sem höfðu kært lögin til hæstaréttar, skoða úrskurðinn vonsviknir á svip. MYND/AP

Hæstiréttur Washington-ríkis í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að ekkert væri athugavert við lög, sem hafa verið í gildi í Washington frá árinu 1998.

Með lögunum er samkynhneigðum bannað að ganga í hjónaband.

Nítján samkynhneigð pör höfðu kært lögin og töldu þau brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Massachussetts er nú eina ríkið í Bandaríkjunum þar sem samkynhneigðum er heimilt að ganga í hjónaband með öllum þeim réttindum sem því tilheyra.

Nýverið hafa fleiri dómstólar í Bandaríkjunum kveðið upp úrskurði, sem ganga gegn auknum réttindum samkynhneigðra.

Þannig komst hæstirétturinn í Massachussetts að þeirri niðurstöðu að heimilt væri að bera hin umdeildu lög um hjónaband samkynhneigðra undir dóm kjósenda, samþykki þing ríkisins það. Þessi sami hæstiréttur hafði fyrir tveimur árum sent frá sér sögulegan úrskurð, sem heimilaði samkynhneigðum í ríkinu að ganga í hjónaband.

Bandaríkjaþing hafnaði hins vegar nýverið tillögu um að nýr viðauki yrði gerður við stjórnarskrá Bandaríkjanna, þar sem samkynhneigðum yrði bannað að ganga í hjónaband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×