Erlent

Alþjóðlegt lið við landamæri

Ehud Olmert
Ehud Olmert

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í gær að hann vildi fá tveggja kílómetra langa ræmu af líbönsku landsvæði meðfram landamærum Ísraels undir yfirráð alþjóðlegs gæsluliðs.

Tilgangurinn er að halda Hizbollah-samtökunum í öruggri fjarlægð frá Ísrael og útilokaði Olmert sérstaklega núverandi eftirlit Sameinuðu þjóðanna á svæðinu en lagði áherslu á að nýja gæsluliðið skyldi vera nægilega vopnað til að geta svarað fyrir sig.

Forsætisráðherrann sagði einnig að Ísraelsmenn hefðu ekki í hyggju að vera með eigið herlið á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×