Keflvíkingar voru mikið betri í nágrannaslagnum suður með sjó 1. ágúst 2006 06:00 Þórarinn sprækur. Óðinn Árnason reynir hér að stöðva Þórarinn Kristjánsson en Þórarinn skoraði fyrsta mark leiksins í gær og var það hans þriðja í sumar. Keflvíkingar eru í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar eftir heimasigur 2-0 á grönnum sínum í Grindavík í gær. Sigurinn var sanngjarn en Þórarinn Brynjar Kristjánsson skoraði fyrra markið undir lok fyrri hálfleiks og Stefán Örn Arnarson sem kom inn fyrir Þórarinn í þeim síðari innsiglaði sigurinn. Keflvíkingar hefðu getað skorað mun fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en meira jafnræði var með liðunum í þeim síðari. Grindvíkingar mættu til leiks á erfiðan útivöll með það að markmiði að ná allavega í eitt stig og Jóhann Þórhallsson var oft ansi einmana í fremstu víglínu. Þeir héldu boltanum illa innan liðsins í fyrri hálfleiknum og Keflvíkingar sáu um að sækja. Skoski markvörðurinn Colin Stewart hélt Grindvíkingum á floti lengi vel, hann varði snemma skot frá Guðmundi Steinarssyni úr aukaspyrnu og varði einnig vel eftir langskot Baldurs Sigurðssonar sem spilaði mjög vel á miðju Keflavíkur. Jóhann Þórhallsson náði að skapa usla í byrjun leiks en í seinni hluta fyrri hálfleiksins fengu heimamenn fjöldan allan af færum. Stewart varði frábærlega skot bakvarðarins Hallgríms Jónassonar sem fékk mjög gott færi eftir góða hornspyrnu fyrirliðans Guðmundar Steinarssonar og nokkrum sekúndum síðar varði hann síðan fimlega skalla frá sænska risanum Kenneth Gustafsson. Gestirnir voru í vandræðum með föst leikatriði Keflavíkur og Stewart kom engum vörnum við á 44. mínútu. Þórarinn gerði þá vel eftir hornspyrnu Guðmundar og skallaði af krafti í netið, þetta mark hafði legið í loftinu lengið vel enda voru Keflvíkingar að spila hörkuvel og sýndu vel hvað þeir geta á góðum degi. Óskar Örn Hauksson var settur inn sem varamaður í hálfleik hjá Grindvíkingum til að lífga upp á sóknarleikinn enda líkamlega sterkur og með góða tækni. Snemma í seinni hálfleik fékk Baldur mjög gott færi til að bæta við marki fyrir heimamenn en enn og aftur varði Stewart vel í markinu. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér umtalsverð færi og Sigurður Jónsson, þjálfari Grindvíkinga, reyndi að bæta bitið í sóknarleiknum. Hann setti m.a. Andra Stein Birgisson inn en aðeins mínútu síðar innsiglaði Stefán sigurinn eftir frábæran undirbúnings Baldurs. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Sjá meira
Keflvíkingar eru í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar eftir heimasigur 2-0 á grönnum sínum í Grindavík í gær. Sigurinn var sanngjarn en Þórarinn Brynjar Kristjánsson skoraði fyrra markið undir lok fyrri hálfleiks og Stefán Örn Arnarson sem kom inn fyrir Þórarinn í þeim síðari innsiglaði sigurinn. Keflvíkingar hefðu getað skorað mun fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en meira jafnræði var með liðunum í þeim síðari. Grindvíkingar mættu til leiks á erfiðan útivöll með það að markmiði að ná allavega í eitt stig og Jóhann Þórhallsson var oft ansi einmana í fremstu víglínu. Þeir héldu boltanum illa innan liðsins í fyrri hálfleiknum og Keflvíkingar sáu um að sækja. Skoski markvörðurinn Colin Stewart hélt Grindvíkingum á floti lengi vel, hann varði snemma skot frá Guðmundi Steinarssyni úr aukaspyrnu og varði einnig vel eftir langskot Baldurs Sigurðssonar sem spilaði mjög vel á miðju Keflavíkur. Jóhann Þórhallsson náði að skapa usla í byrjun leiks en í seinni hluta fyrri hálfleiksins fengu heimamenn fjöldan allan af færum. Stewart varði frábærlega skot bakvarðarins Hallgríms Jónassonar sem fékk mjög gott færi eftir góða hornspyrnu fyrirliðans Guðmundar Steinarssonar og nokkrum sekúndum síðar varði hann síðan fimlega skalla frá sænska risanum Kenneth Gustafsson. Gestirnir voru í vandræðum með föst leikatriði Keflavíkur og Stewart kom engum vörnum við á 44. mínútu. Þórarinn gerði þá vel eftir hornspyrnu Guðmundar og skallaði af krafti í netið, þetta mark hafði legið í loftinu lengið vel enda voru Keflvíkingar að spila hörkuvel og sýndu vel hvað þeir geta á góðum degi. Óskar Örn Hauksson var settur inn sem varamaður í hálfleik hjá Grindvíkingum til að lífga upp á sóknarleikinn enda líkamlega sterkur og með góða tækni. Snemma í seinni hálfleik fékk Baldur mjög gott færi til að bæta við marki fyrir heimamenn en enn og aftur varði Stewart vel í markinu. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér umtalsverð færi og Sigurður Jónsson, þjálfari Grindvíkinga, reyndi að bæta bitið í sóknarleiknum. Hann setti m.a. Andra Stein Birgisson inn en aðeins mínútu síðar innsiglaði Stefán sigurinn eftir frábæran undirbúnings Baldurs.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Sjá meira