Eyjamenn niðurlægðir 1. ágúst 2006 07:00 Í baráttunni. Garðar Jóhannsson er hér í baráttunni um boltann í leiknum í gær en hann fór fyrir frábærum sóknarleik Vals í leiknum. Garðar Jóhannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn döpru liði ÍBV í Laugardalnum í gær. Valsmenn hófu leikinn af krafti og mættu mun ákveðnari til leiks en Eyjamenn sem áttu ekki skot að marki í fyrri hálfleiknum. Heimamönnum gekk þó illa að skapa sér færi en héldu boltanum vel innan liðsins og biðu þolinmóðir eftir tækifærunum. Þau komu og Garðar Jóhannsson skoraði laglegt mark með skalla í stöngina og inn eftir fyrirgjöf Birkis Más Sævarssonar sem átti lipra spretti í leiknum. Bo Henriksen var einmana í sóknarlínu ÍBV og mátti sín lítils gegn Vali Fannari Gíslasyni og Barry Smith sem héldu sóknum Eyjamanna í skefjum. Valsmenn bætti við öðru marki áður en fyrri hálfleikur var allur og aftur var Garðar að verki. Nú átti hann gott þríhyrningaspil við Sigurbjörn Hreiðarsson sem endaði með góðu skoti Garðars í markið og heillum horfnir Eyjamenn fóru í vondri stöðu inn í hálfleikinn. Í hálfleiknum þurfti að skipta um línuvörð þar sem Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, þurfti að hlaupa upp á fæðingardeild þar sem konu hans var flýtt þangað. Yfirburðir Valsmanna héldu áfram í síðari hálfleik en þeirkomust í 3-0 þegar Matthías Guðmundsson slapp einn í gegn eftir sendingu frá Sigurbirni, fór auðveldlega framhjá Hrafni og renndi boltanum í netið. Skömmu síðar innsiglaði Garðar svo þrennuna þegar hann fylgdi eftir skalla Pálma Rafns sem Hrafn hafði varið vel og niðurlæging ÍBV var fullkomnuð. Matthías skaut svo þrumuskoti í þverslánna áður en hann rak síðasta naglann í kistu Eyjamanna þegar hann renndi boltanum í netið eftir að hann og Birkir höfðu sluppið aleinir í gegnum götótta Eyjavörnina. Eyjamenn virtust algjörlega áhugalausir í leiknum og stefna hraðbyri niður í 1. deildina með þessu áframhaldi á meðan Valsmenn eru komnir í annað sæti deildarinnar. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Garðar Jóhannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn döpru liði ÍBV í Laugardalnum í gær. Valsmenn hófu leikinn af krafti og mættu mun ákveðnari til leiks en Eyjamenn sem áttu ekki skot að marki í fyrri hálfleiknum. Heimamönnum gekk þó illa að skapa sér færi en héldu boltanum vel innan liðsins og biðu þolinmóðir eftir tækifærunum. Þau komu og Garðar Jóhannsson skoraði laglegt mark með skalla í stöngina og inn eftir fyrirgjöf Birkis Más Sævarssonar sem átti lipra spretti í leiknum. Bo Henriksen var einmana í sóknarlínu ÍBV og mátti sín lítils gegn Vali Fannari Gíslasyni og Barry Smith sem héldu sóknum Eyjamanna í skefjum. Valsmenn bætti við öðru marki áður en fyrri hálfleikur var allur og aftur var Garðar að verki. Nú átti hann gott þríhyrningaspil við Sigurbjörn Hreiðarsson sem endaði með góðu skoti Garðars í markið og heillum horfnir Eyjamenn fóru í vondri stöðu inn í hálfleikinn. Í hálfleiknum þurfti að skipta um línuvörð þar sem Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, þurfti að hlaupa upp á fæðingardeild þar sem konu hans var flýtt þangað. Yfirburðir Valsmanna héldu áfram í síðari hálfleik en þeirkomust í 3-0 þegar Matthías Guðmundsson slapp einn í gegn eftir sendingu frá Sigurbirni, fór auðveldlega framhjá Hrafni og renndi boltanum í netið. Skömmu síðar innsiglaði Garðar svo þrennuna þegar hann fylgdi eftir skalla Pálma Rafns sem Hrafn hafði varið vel og niðurlæging ÍBV var fullkomnuð. Matthías skaut svo þrumuskoti í þverslánna áður en hann rak síðasta naglann í kistu Eyjamanna þegar hann renndi boltanum í netið eftir að hann og Birkir höfðu sluppið aleinir í gegnum götótta Eyjavörnina. Eyjamenn virtust algjörlega áhugalausir í leiknum og stefna hraðbyri niður í 1. deildina með þessu áframhaldi á meðan Valsmenn eru komnir í annað sæti deildarinnar.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira