Þungur róður framundan hjá Öster 4. ágúst 2006 09:30 Helgi Valur Daníelsson leikmaður Öster í Svíþjóð. Helgi Valur Daníelsson er loksins byrjaður að spila með sænska úrvalsdeildarliðinu Öster á nýjan leik en hann var frá í þrjá mánuði vegna meiðsla í nára. Meiðslin ná reyndar mun lengra aftur þar sem hann lék flesta leiki liðsins áður en deildin fór í HM-frí meiddur á nára. "Þetta voru álagsmeiðsli sem urðu bara verri og verri með hverjum leiknum. Ég fann fyrir verki áður en tímabilið hófst en spilaði engu að síður flesta leiki liðsins í vor," sagði Helgi Valur við Fréttablaðið en þar til á mánudagskvöldið hafði hann verið frá vegna meiðslanna í þrjá mánuði. Öster lék þá á útivelli gegn Emil Hallfreðssyni og félögum í Malmö FF. "Við töpuðum nú leiknum 2-0 en að öðru leyti gekk mér ágætlega. Ég gat spilað allan leikinn og var alveg laus við verkinn. Ég var svolítið stífur eftir leikinn en það voru þó engin meiðsli." Þess má geta að Emil var einnig í byrjunarliði Malmö. Helgi Valur gekk til liðs við Öster frá Fylki nú fyrr á árinu en liðið komst upp úr sænsku 1. deildinni síðastliðið haust. Liðið hefur aðeins náð einum sigri það sem af er tímabilinu og er í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig. "Það var vitað að þetta yrði erfitt fyrir okkur en við eigum samt sem áður að vera búnir að vinna fleiri leiki. Í næstu viku spilum við tvo leiki í röð gegn Halmstad sem er með fimm stiga forskot á okkur eins og er og því mikilvægt að ná stigum úr þeim leikjum. Svo getum við komist í undanúrslit bikarkeppninnar ef við vinnum 1. deildarliðið Väsby sem yrði þá ágætur bónus," sagði Helgi Valur í gær en Fréttablaðið ræddi við hann áður en leikurinn fór fram. Íþróttir Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sjá meira
Helgi Valur Daníelsson er loksins byrjaður að spila með sænska úrvalsdeildarliðinu Öster á nýjan leik en hann var frá í þrjá mánuði vegna meiðsla í nára. Meiðslin ná reyndar mun lengra aftur þar sem hann lék flesta leiki liðsins áður en deildin fór í HM-frí meiddur á nára. "Þetta voru álagsmeiðsli sem urðu bara verri og verri með hverjum leiknum. Ég fann fyrir verki áður en tímabilið hófst en spilaði engu að síður flesta leiki liðsins í vor," sagði Helgi Valur við Fréttablaðið en þar til á mánudagskvöldið hafði hann verið frá vegna meiðslanna í þrjá mánuði. Öster lék þá á útivelli gegn Emil Hallfreðssyni og félögum í Malmö FF. "Við töpuðum nú leiknum 2-0 en að öðru leyti gekk mér ágætlega. Ég gat spilað allan leikinn og var alveg laus við verkinn. Ég var svolítið stífur eftir leikinn en það voru þó engin meiðsli." Þess má geta að Emil var einnig í byrjunarliði Malmö. Helgi Valur gekk til liðs við Öster frá Fylki nú fyrr á árinu en liðið komst upp úr sænsku 1. deildinni síðastliðið haust. Liðið hefur aðeins náð einum sigri það sem af er tímabilinu og er í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig. "Það var vitað að þetta yrði erfitt fyrir okkur en við eigum samt sem áður að vera búnir að vinna fleiri leiki. Í næstu viku spilum við tvo leiki í röð gegn Halmstad sem er með fimm stiga forskot á okkur eins og er og því mikilvægt að ná stigum úr þeim leikjum. Svo getum við komist í undanúrslit bikarkeppninnar ef við vinnum 1. deildarliðið Väsby sem yrði þá ágætur bónus," sagði Helgi Valur í gær en Fréttablaðið ræddi við hann áður en leikurinn fór fram.
Íþróttir Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sjá meira