Fer til Häcken til að fá að spila 5. ágúst 2006 11:00 Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Häcken. Ari er nítján ára gamall og hefur leikið frábærlega með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. "Þetta gerðist alveg ótrúlega fljótt, nú er það bara frágengið að ég mun fara út á miðvikudaginn og gangast undir læknisskoðun," sagði Ari sem er alveg pottþéttur á því að hann muni fljúga í gegnum þá skoðun. Häcken kaupir Ara frá Val en félögin tvö komust að samkomulagi á fimmtudag. Hann er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem hann hefur fengið hjá Val en hann hefur leikið ellefu af tólf leikjum liðsins og skorað eitt mark, með stórglæsilegu skoti gegn FH. "Þetta hefur verið ótrúlega gaman í sumar og ég ætlaði mér að klára tímabilið með Val. En þeir hjá Häcken vildu svo ólmir fá mig að það var eiginlega ekki möguleiki á að bíða," sagði Ari. Hann fór til Heerenveen í Hollandi 2003 en kom aftur í Val í fyrra. "Stefnan var alltaf að komast aftur út og ég hef verið að undirbúa mig undir það síðan ég kom aftur heim. Ég er því mjög sáttur við að komast aftur út og fara að spila fótbolta sem atvinnumaður," sagði Ari Freyr sem unnið hefur við hellulaggnir í sumar. Ari Freyr ætlar sér að vera í atvinnumennskunni á næstu árum og er mjög spenntur fyrir því að fara til Häcken. "Ég veit að félagið er þekkt fyrir góða unglingastarfsemi í Svíþjóð. Svo er liðið með nokkra þekkta leikmenn eins og danska brjálæðinginn Stig Töfting og svo er þarna einnig varnarmaðurinn Teddy Lucic sem var í sænska landsliðshópnum. Þar á milli eru nokkrir ungir og skemmtilegir leikmenn." Íslenskir leikmenn hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð. "Ég vildi frekar fara í lið sem væri líklegt til að gefa mér tækifæri í stað þess að fara í stærra lið þar sem ég yrði kannski mikið utan liðsins. Maður er að fara í þetta til að fá spila," sagði Ari en vonandi getur hann hjálpað Häcken sem er í mikilli fallbaráttu. Íþróttir Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Häcken. Ari er nítján ára gamall og hefur leikið frábærlega með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. "Þetta gerðist alveg ótrúlega fljótt, nú er það bara frágengið að ég mun fara út á miðvikudaginn og gangast undir læknisskoðun," sagði Ari sem er alveg pottþéttur á því að hann muni fljúga í gegnum þá skoðun. Häcken kaupir Ara frá Val en félögin tvö komust að samkomulagi á fimmtudag. Hann er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem hann hefur fengið hjá Val en hann hefur leikið ellefu af tólf leikjum liðsins og skorað eitt mark, með stórglæsilegu skoti gegn FH. "Þetta hefur verið ótrúlega gaman í sumar og ég ætlaði mér að klára tímabilið með Val. En þeir hjá Häcken vildu svo ólmir fá mig að það var eiginlega ekki möguleiki á að bíða," sagði Ari. Hann fór til Heerenveen í Hollandi 2003 en kom aftur í Val í fyrra. "Stefnan var alltaf að komast aftur út og ég hef verið að undirbúa mig undir það síðan ég kom aftur heim. Ég er því mjög sáttur við að komast aftur út og fara að spila fótbolta sem atvinnumaður," sagði Ari Freyr sem unnið hefur við hellulaggnir í sumar. Ari Freyr ætlar sér að vera í atvinnumennskunni á næstu árum og er mjög spenntur fyrir því að fara til Häcken. "Ég veit að félagið er þekkt fyrir góða unglingastarfsemi í Svíþjóð. Svo er liðið með nokkra þekkta leikmenn eins og danska brjálæðinginn Stig Töfting og svo er þarna einnig varnarmaðurinn Teddy Lucic sem var í sænska landsliðshópnum. Þar á milli eru nokkrir ungir og skemmtilegir leikmenn." Íslenskir leikmenn hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð. "Ég vildi frekar fara í lið sem væri líklegt til að gefa mér tækifæri í stað þess að fara í stærra lið þar sem ég yrði kannski mikið utan liðsins. Maður er að fara í þetta til að fá spila," sagði Ari en vonandi getur hann hjálpað Häcken sem er í mikilli fallbaráttu.
Íþróttir Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Sjá meira