Segir stjórnvöld undir þrýstingi bænda 8. ágúst 2006 07:30 Halla Tómasdóttir Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, vill að hvers konar verndartollar og innflutningshöft á landbúnaðarvörum verði afnumin. Ákveði þjóðin að styðja íslenskan landbúnað eigi það að gerast með beinum greiðslum en ekki í gegnum vöruverðið. Viðskiptaráðið styður hugmyndir um afnám vörugjalda af matvöru en Halla vill ganga lengra. „Ég vil að hér sé frjáls markaður þar sem vörur hvaðan sem er keppa á samkeppnisgrundvelli. Ég er þeirrar skoðunar að íslensk vara sé það góð að ekki þurfi að óttast samkeppni sem aðeins byggir á verði,“ sagði Halla í samtali við Fréttablaðið. Hún bendir á að gæði íslenskrar búvöru séu mikil og þegar hafi sýnt sig að verslun með lífrænar vörur er talsverð þrátt fyrir að þær séu dýrari en aðrar. Nýlega strönduðu viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um ríkisstuðning við landbúnað en fylgismenn afnáms verndartolla bundu nokkrar vonir við þær viðræður. Halla segir miður að þær hafi siglt í strand en það þurfi ekki að koma á óvart þar sem málið sé hápólitískt og stuðningur við landbúnað atvinnustefna í mörgum löndum. „Ég er hrædd um að fólk sé mjög hrætt við að afnema verndartollana og finnst það reyndar skiljanlegt þar sem það er mikill þrýstingur og mörg atkvæði að sækja í þann hóp sem þrýstir vel,“ segir Halla, spurð um mat sitt á afstöðu íslenskra stjórnvalda til verndartolla og annarrar ríkisverndar á landbúnaði. Hún segir því litlar líkur á að verndartollar verði lækkaðir eða afnumdir í bráð. „Við eigum að setja okkur það að markmiði að ganga alla leið. Við eigum ekki að vera hrædd við að stíga skref í átt til afnáms allra verndartolla.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafnar bollaleggingum Höllu um þrýsting bændanna á stjórnmálamenn. „Þetta er mjög rangt,“ segir hann og bendir á að stuðningur ríkisins við bændur hafi minnkað stórlega á umliðnum árum. „WTO-viðræðurnar stöðvuðust ekki út af Íslandi heldur vegna Bandaríkjanna stóru og Evrópusambandsins stóra. Það halda allir utan um sinn landbúnað.“ Þá varar Guðni við hugmyndum um að beingreiðslur verði auknar í stað tollverndar. „Það eru falsspámenn sem tala um að bera peninga á bændur, líkt og Alþýðusambandið og fleiri spekingar eru nú að gera. Slíkt væri slys.“ Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, vill að hvers konar verndartollar og innflutningshöft á landbúnaðarvörum verði afnumin. Ákveði þjóðin að styðja íslenskan landbúnað eigi það að gerast með beinum greiðslum en ekki í gegnum vöruverðið. Viðskiptaráðið styður hugmyndir um afnám vörugjalda af matvöru en Halla vill ganga lengra. „Ég vil að hér sé frjáls markaður þar sem vörur hvaðan sem er keppa á samkeppnisgrundvelli. Ég er þeirrar skoðunar að íslensk vara sé það góð að ekki þurfi að óttast samkeppni sem aðeins byggir á verði,“ sagði Halla í samtali við Fréttablaðið. Hún bendir á að gæði íslenskrar búvöru séu mikil og þegar hafi sýnt sig að verslun með lífrænar vörur er talsverð þrátt fyrir að þær séu dýrari en aðrar. Nýlega strönduðu viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um ríkisstuðning við landbúnað en fylgismenn afnáms verndartolla bundu nokkrar vonir við þær viðræður. Halla segir miður að þær hafi siglt í strand en það þurfi ekki að koma á óvart þar sem málið sé hápólitískt og stuðningur við landbúnað atvinnustefna í mörgum löndum. „Ég er hrædd um að fólk sé mjög hrætt við að afnema verndartollana og finnst það reyndar skiljanlegt þar sem það er mikill þrýstingur og mörg atkvæði að sækja í þann hóp sem þrýstir vel,“ segir Halla, spurð um mat sitt á afstöðu íslenskra stjórnvalda til verndartolla og annarrar ríkisverndar á landbúnaði. Hún segir því litlar líkur á að verndartollar verði lækkaðir eða afnumdir í bráð. „Við eigum að setja okkur það að markmiði að ganga alla leið. Við eigum ekki að vera hrædd við að stíga skref í átt til afnáms allra verndartolla.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafnar bollaleggingum Höllu um þrýsting bændanna á stjórnmálamenn. „Þetta er mjög rangt,“ segir hann og bendir á að stuðningur ríkisins við bændur hafi minnkað stórlega á umliðnum árum. „WTO-viðræðurnar stöðvuðust ekki út af Íslandi heldur vegna Bandaríkjanna stóru og Evrópusambandsins stóra. Það halda allir utan um sinn landbúnað.“ Þá varar Guðni við hugmyndum um að beingreiðslur verði auknar í stað tollverndar. „Það eru falsspámenn sem tala um að bera peninga á bændur, líkt og Alþýðusambandið og fleiri spekingar eru nú að gera. Slíkt væri slys.“
Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira