Erlent

Boðar meiri landhernað

Ehud Olmert
Ehud Olmert

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Amir Peretz varnarmálaráðherra funduðu í gær með hershöfðingjum í norðurhéruðum landsins og töluðu um frekari landhernað í Líbanon. „Ég færi ykkur allan styrk og allan stuðning,“ sagði Olmert á fundinum. „Við munum ekki stoppa.“

Ísraelar skutu niður sprengjuflaug Hizbollah og sagði Peretz í kjölfarið að öllum ráðum yrði beitt til að stöðva árásirnar, ef viðræður dygðu ekki til. Tíu þúsund ísraelskir hermenn eru nú þegar í Líbanon, en áhrifamenn innan ríkisstjórnar Olmerts hvetja til aukins hernaðar til að losna við sprengjuvörpur Hizbollah af hernaðarsvæðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×