Erlent

Fá ekki að ganga í skóla

Um 7.000 börn og ungmenni í Rúmeníu eru smituð af HIV-veirunni og segja mannréttindahópar þau vera fórnarlömb fordóma í eigin landi. Börnin gangi ekki í skóla og njóti hvorki þjónustu tannlækna né fái rétt lyf við sjúkdómi sínum.

Að sögn Human Rights Watch ganga 40 prósent barnanna ekki í skóla, þrátt fyrir að skólaskylda sé til 16 ára aldurs í Rúmeníu. Hin börnin lendi í einelti vegna sjúkdómsins, bæði frá kennurum og nemendum, og stundum séu þau jafnvel rekin úr skóla. Lög um barnavernd eru góð í Rúmeníu og örorkubætur til staðar fyrir HIV-sjúklinga, en hvorugu er framfylgt, að sögn samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×