Indriði mun styrkja lið okkar mikið 10. ágúst 2006 10:00 Indriði Sigurðsson leikmaður Lyn í Noregi Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008. Áður en Indriði lék í Belgíu var hann á mála hjá Lilleström í þrjú ár og þekkir því vel til norsku úrvalsdeildarinnar. Fyrir hjá Lyn er félagi Indriða í íslenska landsliðinu, Stefán Gíslason „Ég er mjög ánægður með þetta enda hörkugóður leikmaður," sagði Stefán. „Við höfum líka verið í vandræðum með þá leikstöðu sem hann mun leysa, vinstri bakvörðinn, og hann gæti einnig nýst vel sem miðvörður. Að því leytinu til er þetta hið besta mál." Indriði verður áttundi Íslendingurinn í norsku úrvalsdeildinni, auk eins sem leikur í 1. deildinni. Íslendingarnir hafa flestir verið mjög áberandi í deildinni í ár en Stefán þykir til að mynda hafa staðið sig mjög vel með Lyn. Þá er markahæsti leikmaður deildarinnar Veigar Páll Gunnarsson og varnartvíeykið Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hjarta varnarinnar hjá toppliði Brann. „Veigar fær mikla athygli fyrir að skora öll þessi mörk en Kristján hefur einnig fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Hann er svo gífurlega fljótur að Brann getur leyft sér að vera mjög framarlega með varnarlínu sína og ef einhver sleppur í gegn nær Kristján iðulega að hlaupa viðkomandi uppi og stöðva sóknina," sagði Stefán. Næsti leikur Lyn verður gegn Stabæk og því aldrei að vita nema að Indriði fái það erfiða verkefni að hafa gætur á Veigar Páli, markamaskínunni sjálfri. Íþróttir Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008. Áður en Indriði lék í Belgíu var hann á mála hjá Lilleström í þrjú ár og þekkir því vel til norsku úrvalsdeildarinnar. Fyrir hjá Lyn er félagi Indriða í íslenska landsliðinu, Stefán Gíslason „Ég er mjög ánægður með þetta enda hörkugóður leikmaður," sagði Stefán. „Við höfum líka verið í vandræðum með þá leikstöðu sem hann mun leysa, vinstri bakvörðinn, og hann gæti einnig nýst vel sem miðvörður. Að því leytinu til er þetta hið besta mál." Indriði verður áttundi Íslendingurinn í norsku úrvalsdeildinni, auk eins sem leikur í 1. deildinni. Íslendingarnir hafa flestir verið mjög áberandi í deildinni í ár en Stefán þykir til að mynda hafa staðið sig mjög vel með Lyn. Þá er markahæsti leikmaður deildarinnar Veigar Páll Gunnarsson og varnartvíeykið Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hjarta varnarinnar hjá toppliði Brann. „Veigar fær mikla athygli fyrir að skora öll þessi mörk en Kristján hefur einnig fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Hann er svo gífurlega fljótur að Brann getur leyft sér að vera mjög framarlega með varnarlínu sína og ef einhver sleppur í gegn nær Kristján iðulega að hlaupa viðkomandi uppi og stöðva sóknina," sagði Stefán. Næsti leikur Lyn verður gegn Stabæk og því aldrei að vita nema að Indriði fái það erfiða verkefni að hafa gætur á Veigar Páli, markamaskínunni sjálfri.
Íþróttir Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira