Indriði mun styrkja lið okkar mikið 10. ágúst 2006 10:00 Indriði Sigurðsson leikmaður Lyn í Noregi Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008. Áður en Indriði lék í Belgíu var hann á mála hjá Lilleström í þrjú ár og þekkir því vel til norsku úrvalsdeildarinnar. Fyrir hjá Lyn er félagi Indriða í íslenska landsliðinu, Stefán Gíslason „Ég er mjög ánægður með þetta enda hörkugóður leikmaður," sagði Stefán. „Við höfum líka verið í vandræðum með þá leikstöðu sem hann mun leysa, vinstri bakvörðinn, og hann gæti einnig nýst vel sem miðvörður. Að því leytinu til er þetta hið besta mál." Indriði verður áttundi Íslendingurinn í norsku úrvalsdeildinni, auk eins sem leikur í 1. deildinni. Íslendingarnir hafa flestir verið mjög áberandi í deildinni í ár en Stefán þykir til að mynda hafa staðið sig mjög vel með Lyn. Þá er markahæsti leikmaður deildarinnar Veigar Páll Gunnarsson og varnartvíeykið Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hjarta varnarinnar hjá toppliði Brann. „Veigar fær mikla athygli fyrir að skora öll þessi mörk en Kristján hefur einnig fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Hann er svo gífurlega fljótur að Brann getur leyft sér að vera mjög framarlega með varnarlínu sína og ef einhver sleppur í gegn nær Kristján iðulega að hlaupa viðkomandi uppi og stöðva sóknina," sagði Stefán. Næsti leikur Lyn verður gegn Stabæk og því aldrei að vita nema að Indriði fái það erfiða verkefni að hafa gætur á Veigar Páli, markamaskínunni sjálfri. Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008. Áður en Indriði lék í Belgíu var hann á mála hjá Lilleström í þrjú ár og þekkir því vel til norsku úrvalsdeildarinnar. Fyrir hjá Lyn er félagi Indriða í íslenska landsliðinu, Stefán Gíslason „Ég er mjög ánægður með þetta enda hörkugóður leikmaður," sagði Stefán. „Við höfum líka verið í vandræðum með þá leikstöðu sem hann mun leysa, vinstri bakvörðinn, og hann gæti einnig nýst vel sem miðvörður. Að því leytinu til er þetta hið besta mál." Indriði verður áttundi Íslendingurinn í norsku úrvalsdeildinni, auk eins sem leikur í 1. deildinni. Íslendingarnir hafa flestir verið mjög áberandi í deildinni í ár en Stefán þykir til að mynda hafa staðið sig mjög vel með Lyn. Þá er markahæsti leikmaður deildarinnar Veigar Páll Gunnarsson og varnartvíeykið Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hjarta varnarinnar hjá toppliði Brann. „Veigar fær mikla athygli fyrir að skora öll þessi mörk en Kristján hefur einnig fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Hann er svo gífurlega fljótur að Brann getur leyft sér að vera mjög framarlega með varnarlínu sína og ef einhver sleppur í gegn nær Kristján iðulega að hlaupa viðkomandi uppi og stöðva sóknina," sagði Stefán. Næsti leikur Lyn verður gegn Stabæk og því aldrei að vita nema að Indriði fái það erfiða verkefni að hafa gætur á Veigar Páli, markamaskínunni sjálfri.
Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira