Nýju mennirnir björguðu Liverpool 10. ágúst 2006 11:45 craig bellamy Skoraði dýrmætt mark fyrir Liverpool í gær. MYND/nordic photos/afp Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi. Liverpool-menn voru lengi í gang en mark Ísraelsmannanna kom eftir um hálftímaleik. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn völdin á vellinum en máttu sig svo prísa sig sæla að hafa ekki lent aftur marki undir undir miðbik síðari hálfleiksins er Colautti átti skalla rétt framhjá marki Liverpool. Þeir ensku sóttu svo stíft undir lok leiksins og kom markið loks í blálokin. Niðurstaðan því 2-1 sigur en lengi vel leit út fyrir að neyðarlegt jafntefli yrði niðurstaðan á Anfield. Líklegt er að síðari leikur liðanna fari fram í Kænugarði í Úkraínu eftir að forseti Dynamo Kiev gaf óformlegri fyrirspurn ísraelska liðsins jákvætt svar. Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti fyrir skömmu að heimaleikur Maccabi Haifa gæti ekki farið fram í Ísrael vegna átakanna í suðurhluta Líbanon. Margir mótmæltu stríðinu fyrir utan Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og slapp pólska liðið Legia Varsjá ágætlega frá viðureign sinni gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu. FH-banarnir töpuðu leiknum, 1-0. Hamburger SV og Osasuna gerðu markalaust jafntefli í Þýskalandi og þá tapaði FC Köbenhavn fyrir Ajax á heimavelli, 2-1. AC Milan vann 1-0 sigur á Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Serbíu og Hearts tapaði á heimavelli, 2-1, fyrir AEK Aþenu. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var 1-0 sigur liðs Salzburg frá Austurríki á Valencia. Íþróttir Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sjá meira
Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi. Liverpool-menn voru lengi í gang en mark Ísraelsmannanna kom eftir um hálftímaleik. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn völdin á vellinum en máttu sig svo prísa sig sæla að hafa ekki lent aftur marki undir undir miðbik síðari hálfleiksins er Colautti átti skalla rétt framhjá marki Liverpool. Þeir ensku sóttu svo stíft undir lok leiksins og kom markið loks í blálokin. Niðurstaðan því 2-1 sigur en lengi vel leit út fyrir að neyðarlegt jafntefli yrði niðurstaðan á Anfield. Líklegt er að síðari leikur liðanna fari fram í Kænugarði í Úkraínu eftir að forseti Dynamo Kiev gaf óformlegri fyrirspurn ísraelska liðsins jákvætt svar. Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti fyrir skömmu að heimaleikur Maccabi Haifa gæti ekki farið fram í Ísrael vegna átakanna í suðurhluta Líbanon. Margir mótmæltu stríðinu fyrir utan Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og slapp pólska liðið Legia Varsjá ágætlega frá viðureign sinni gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu. FH-banarnir töpuðu leiknum, 1-0. Hamburger SV og Osasuna gerðu markalaust jafntefli í Þýskalandi og þá tapaði FC Köbenhavn fyrir Ajax á heimavelli, 2-1. AC Milan vann 1-0 sigur á Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Serbíu og Hearts tapaði á heimavelli, 2-1, fyrir AEK Aþenu. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var 1-0 sigur liðs Salzburg frá Austurríki á Valencia.
Íþróttir Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sjá meira