Ísraelar áforma stóraukinn landhernað 10. ágúst 2006 07:00 Hjálpargögn handlönguð Sjálfboðaliðar handlanga hjálpargögn á vegum Lækna án landamæra yfir Litani-ána norður af hafnarborginni Týrus í gær. MYND/AP Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti nær einróma í gær að senda fleiri hermenn lengra inn í Líbanon. Um 10.000 hermenn eru þar nú þegar, en er búist við því að þeim kunni að vera fjölgað um allt að 30.000 til viðbótar. Er ákvörðunin álitin endurspegla viðleitni af hálfu Ísraela til að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðasveitum Hizbollah áður en viðleitni alþjóðasamfélagsins til að koma á friði ber árangur. En með ákvörðuninni taka ísraelsk stjórnvöld jafnframt þá áhættu að vera gagnrýnd fyrir að spilla fyrir tilraunum til að koma á friði, einkum og sér í lagi eftir að Líbanonstjórn bauðst til að láta líbanska herinn taka sér stöðu á átakasvæðinu norðan við landamærin. Víðtækari landhernaður er heldur engin trygging fyrir því að sprengiflaugaárásum Hizbollah á Ísrael linni, en með honum stóreykst aftur á móti hættan á að mannfall aukist í liði Ísraela. Arabískar sjónvarpsstöðvar fullyrtu að ellefu ísraelskir hermenn hefðu verið felldir í gær, en sé það rétt væri það mesta mannfall sem Ísraelsher hefur orðið fyrir á einum degi frá því átökin hófust fyrir fjórum vikum. Auk þess var yfir 160 sprengiflaugum skotið suður yfir landamærin. Samkvæmt áætlun Ísraelshers er markmiðið að hernema allt land norður að Litani-ánni, sem er um 30 kílómetra frá landamærunum. Ehud Olmert forsætisráðherra og Amir Peretz varnarmálaráðherra munu taka ákvörðunina um hvenær ráðist verður í þessa sókn, að því er Eli Yishai viðskiptaráðherra, sem á sæti í ísraelska öryggisráðinu, greindi frá. Í fyrradag var hershöfðingjanum sem stýrði aðgerðum Ísraelshers í Líbanon skipt út fyrir annan, en það þykir merki um óánægju innan hersins og utan með hve erfiðlega gengur að draga úr getu Hizbollah til að halda áfram sprengiflaugahríðinni. David Welch, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Beirút í gær og átti þar viðræður við forsætisráðherra Líbanons, Fuad Saniora. Að fundinum loknum sagði Saniora að hann vænti þess ekki að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna afgreiddi fyrir vikulokin ályktun um vopnahlésáætlun. Welch hitti líka Nabih Berri, forseta Líbanonsþings, sem er stuðningsmaður Hizbollah-hreyfingarinnar. Í ummælum eftir fundinn dró Berri enga dul á að hann væri ekki bjartsýnn á að úr rættist alveg á næstunni. Erlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira
Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti nær einróma í gær að senda fleiri hermenn lengra inn í Líbanon. Um 10.000 hermenn eru þar nú þegar, en er búist við því að þeim kunni að vera fjölgað um allt að 30.000 til viðbótar. Er ákvörðunin álitin endurspegla viðleitni af hálfu Ísraela til að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðasveitum Hizbollah áður en viðleitni alþjóðasamfélagsins til að koma á friði ber árangur. En með ákvörðuninni taka ísraelsk stjórnvöld jafnframt þá áhættu að vera gagnrýnd fyrir að spilla fyrir tilraunum til að koma á friði, einkum og sér í lagi eftir að Líbanonstjórn bauðst til að láta líbanska herinn taka sér stöðu á átakasvæðinu norðan við landamærin. Víðtækari landhernaður er heldur engin trygging fyrir því að sprengiflaugaárásum Hizbollah á Ísrael linni, en með honum stóreykst aftur á móti hættan á að mannfall aukist í liði Ísraela. Arabískar sjónvarpsstöðvar fullyrtu að ellefu ísraelskir hermenn hefðu verið felldir í gær, en sé það rétt væri það mesta mannfall sem Ísraelsher hefur orðið fyrir á einum degi frá því átökin hófust fyrir fjórum vikum. Auk þess var yfir 160 sprengiflaugum skotið suður yfir landamærin. Samkvæmt áætlun Ísraelshers er markmiðið að hernema allt land norður að Litani-ánni, sem er um 30 kílómetra frá landamærunum. Ehud Olmert forsætisráðherra og Amir Peretz varnarmálaráðherra munu taka ákvörðunina um hvenær ráðist verður í þessa sókn, að því er Eli Yishai viðskiptaráðherra, sem á sæti í ísraelska öryggisráðinu, greindi frá. Í fyrradag var hershöfðingjanum sem stýrði aðgerðum Ísraelshers í Líbanon skipt út fyrir annan, en það þykir merki um óánægju innan hersins og utan með hve erfiðlega gengur að draga úr getu Hizbollah til að halda áfram sprengiflaugahríðinni. David Welch, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Beirút í gær og átti þar viðræður við forsætisráðherra Líbanons, Fuad Saniora. Að fundinum loknum sagði Saniora að hann vænti þess ekki að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna afgreiddi fyrir vikulokin ályktun um vopnahlésáætlun. Welch hitti líka Nabih Berri, forseta Líbanonsþings, sem er stuðningsmaður Hizbollah-hreyfingarinnar. Í ummælum eftir fundinn dró Berri enga dul á að hann væri ekki bjartsýnn á að úr rættist alveg á næstunni.
Erlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira