Erlent

Vladimír Pútín sker upp herör

Vladimír pútín
Vladimír pútín

 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skipaði ríkisstjórn sinni í gær að láta gera eignaskrá yfir öll þau verk sem listasöfn landsins hafa að geyma.

Fyrirskipunin kom í kjölfar þess að upp komst um stórfelldan þjófnað úr safni í Péturs­borg, en talið er að 221 listaverki, samtals metin á um 360 milljónir króna, hafi verið stolið á síðustu árum.

Upp komst um þjófnaðinn í júlí og hafa Rússar síðan hneykslast mjög á slöku eftirliti með gersemum þjóðarinnar, sem og fjárþröng safnanna.

Yfirvöld hafa endurheimt þrettán listaverk sem fyrrum starfsmaður safnsins hafði með sér heim og lét veðsetja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×