Borgaraflokkarnir vinna á 11. ágúst 2006 06:00 Persson og Reinfeldt Frá fyrsta sjónvarpseinvígi leiðtoga forystuflokka beggja fylkinga í sænskum stjórnmálum í maí í vor, Göran Persson forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, og Fredrik Reinfeldt, formaður sænska hægriflokksins Moderatarna. MYND/nordicphotos/afp Kosningabandalag borgaralegu flokkanna í Svíþjóð mælist með meirihlutafylgi í tveimur nýjum skoðanakönnunum. Fylgi jafnaðarmanna og bandamanna þeirra á vinstri vængnum dalar talsvert frá síðustu könnunum. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð hinn 17. september næstkomandi. Í könnun Sifos-stofnunarinnar, sem niðurstöður voru birtar úr í Svenska Dagbladet og fleiri blöðum í gær, fá borgaraflokkarnir samtals 50,5 prósent atkvæða, en fylgi Jafnaðarmannaflokksins og smáflokkanna tveggja sem eru með honum í vinstribandalaginu, Græningja og Vinstriflokksins, mælist samtals 45,8 prósent. Í niðurstöðum könnunar sem Demoskop gerði fyrir sjónvarpsstöðina TV4 og dagblaðið Expressen mælist fylgi borgaraflokkanna 50,4 prósent en vinstriflokkabandalagsins 45,8 prósent. Í fyrrnefndu könnuninni mælist fylgi jafnaðarmanna nú þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun um miðjan júní, í hinni tveimur prósentustigum minna. Nærri fimmti hver kjósandi segist í könnununum ekki hafa gert upp hug sinn ennþá. Dagens Nyheter hefur eftir stjórnmálafræðingnum Olof Petersson að minna sé að marka kannanir sem gerðar eru á sumarleyfistíma landsmanna. Í Svenska Dagbladet er bent á að í tveimur síðustu kosningum hafi jafnaðarmenn haldið því fylgi í kosningum í september sem þeir mældust með í ágúst, en borgaraflokkarnir fengu minna upp úr kjörkössunum þá en þeir mældust með mánuði fyrr. Erlent Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Kosningabandalag borgaralegu flokkanna í Svíþjóð mælist með meirihlutafylgi í tveimur nýjum skoðanakönnunum. Fylgi jafnaðarmanna og bandamanna þeirra á vinstri vængnum dalar talsvert frá síðustu könnunum. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð hinn 17. september næstkomandi. Í könnun Sifos-stofnunarinnar, sem niðurstöður voru birtar úr í Svenska Dagbladet og fleiri blöðum í gær, fá borgaraflokkarnir samtals 50,5 prósent atkvæða, en fylgi Jafnaðarmannaflokksins og smáflokkanna tveggja sem eru með honum í vinstribandalaginu, Græningja og Vinstriflokksins, mælist samtals 45,8 prósent. Í niðurstöðum könnunar sem Demoskop gerði fyrir sjónvarpsstöðina TV4 og dagblaðið Expressen mælist fylgi borgaraflokkanna 50,4 prósent en vinstriflokkabandalagsins 45,8 prósent. Í fyrrnefndu könnuninni mælist fylgi jafnaðarmanna nú þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun um miðjan júní, í hinni tveimur prósentustigum minna. Nærri fimmti hver kjósandi segist í könnununum ekki hafa gert upp hug sinn ennþá. Dagens Nyheter hefur eftir stjórnmálafræðingnum Olof Petersson að minna sé að marka kannanir sem gerðar eru á sumarleyfistíma landsmanna. Í Svenska Dagbladet er bent á að í tveimur síðustu kosningum hafi jafnaðarmenn haldið því fylgi í kosningum í september sem þeir mældust með í ágúst, en borgaraflokkarnir fengu minna upp úr kjörkössunum þá en þeir mældust með mánuði fyrr.
Erlent Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira