Baráttujafntefli í Krikanum 11. ágúst 2006 10:00 tryggvi sterkur Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö góð mörk í gær og lék vel fyrir FH. Fótbolti Eftir snarpa byrjun Fylkismanna náði FH fljótt góðum tökum á leiknum og komst yfir á 7. mínútu. Dennis Siim, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir FH í sumar, átti góða sendingu á Tryggva Guðmundsson, sem kom boltanum í netið eftir einfaldan samleik við André Lindbaek. Vel gert hjá Tryggva. Páll Einarsson, leikmaður Fylkis, komst í dauðafæri í byrjun leiks en Daði Lárusson varði slakt skot hans. Fylkismenn gáfust ekki upp og þjörmuðu að FH-ingum með ágætis spilamennsku, en gekk illa að skapa marktækfæri. Eftir hornspyrnu jafnaði Fylkir metin með ansi skrautlegu marki. Daða Lárussyni mistókst að kýla boltann frá markinu með þeim afleiðingum að boltinn endaði í marki FH-inga. Slysalegt sjálfsmark hjá Daða, svo ekki sé meira sagt. Á 25. mínútu bætti Tryggvi öðru marki sínu við eftir fallega sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni. Arnar Þór Úlfarsson gleymdi sér í varnarleiknum og það nýtti Tryggvi sér vel. FH því komið með forystu að nýju. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega. André Lindbæk fékk fyrsta færi í seinni hálfleik þegar hann kom ágætis skoti á markið úr teignum, en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, sá við honum. Fylkismenn léku ágætlega á upphafsmínútum seinni hálfleiks en gekk sem fyrr, erfiðlega að skapa marktækifæri. Páll Einarsson sýndi lipra takta þegar hann lagði upp færi fyrir Christian Christiansen en Ármann Smári Björnsson, sem nýlega var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta skipti, bjargaði með skriðtæklingu á síðustu stundu. Lítið jafnvægi var í miðjuspili beggja liða en það voru einna helst Eyjólfur Héðinsson og Sigurvin Ólafsson sem glöddu augað með góðum leikskilningi. Páll Einarsson, sem hafði ekki látið mikið til sín taka, jafnaði leikinn á 60. mínútu með fallegu skoti efst í markhornið úr þröngu færi. Fylkismenn héldu áfram að sækja eftir markið en FH-ingum tókst smá saman að koma skerpa sóknarleikinn, og ná með því yfirhöndinni í leiknum. En markið lét þó á sér standa. Þrátt fyrir að FH oft leikið betur en í gær, þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að leikmenn liðsins fagni Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Fylkismenn þurfa hins vegar, eins og önnur lið í deildinni, að berjast fyrir sæti sínu sínu fram í síðustu umferð. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur ef leikmenn berjast eins og þeir gerðu í seinni hálfleik í gær. Íþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira
Fótbolti Eftir snarpa byrjun Fylkismanna náði FH fljótt góðum tökum á leiknum og komst yfir á 7. mínútu. Dennis Siim, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir FH í sumar, átti góða sendingu á Tryggva Guðmundsson, sem kom boltanum í netið eftir einfaldan samleik við André Lindbaek. Vel gert hjá Tryggva. Páll Einarsson, leikmaður Fylkis, komst í dauðafæri í byrjun leiks en Daði Lárusson varði slakt skot hans. Fylkismenn gáfust ekki upp og þjörmuðu að FH-ingum með ágætis spilamennsku, en gekk illa að skapa marktækfæri. Eftir hornspyrnu jafnaði Fylkir metin með ansi skrautlegu marki. Daða Lárussyni mistókst að kýla boltann frá markinu með þeim afleiðingum að boltinn endaði í marki FH-inga. Slysalegt sjálfsmark hjá Daða, svo ekki sé meira sagt. Á 25. mínútu bætti Tryggvi öðru marki sínu við eftir fallega sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni. Arnar Þór Úlfarsson gleymdi sér í varnarleiknum og það nýtti Tryggvi sér vel. FH því komið með forystu að nýju. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega. André Lindbæk fékk fyrsta færi í seinni hálfleik þegar hann kom ágætis skoti á markið úr teignum, en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, sá við honum. Fylkismenn léku ágætlega á upphafsmínútum seinni hálfleiks en gekk sem fyrr, erfiðlega að skapa marktækifæri. Páll Einarsson sýndi lipra takta þegar hann lagði upp færi fyrir Christian Christiansen en Ármann Smári Björnsson, sem nýlega var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta skipti, bjargaði með skriðtæklingu á síðustu stundu. Lítið jafnvægi var í miðjuspili beggja liða en það voru einna helst Eyjólfur Héðinsson og Sigurvin Ólafsson sem glöddu augað með góðum leikskilningi. Páll Einarsson, sem hafði ekki látið mikið til sín taka, jafnaði leikinn á 60. mínútu með fallegu skoti efst í markhornið úr þröngu færi. Fylkismenn héldu áfram að sækja eftir markið en FH-ingum tókst smá saman að koma skerpa sóknarleikinn, og ná með því yfirhöndinni í leiknum. En markið lét þó á sér standa. Þrátt fyrir að FH oft leikið betur en í gær, þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að leikmenn liðsins fagni Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Fylkismenn þurfa hins vegar, eins og önnur lið í deildinni, að berjast fyrir sæti sínu sínu fram í síðustu umferð. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur ef leikmenn berjast eins og þeir gerðu í seinni hálfleik í gær.
Íþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira