Tekjur Actavis jukust um tæp 200 prósent milli ára Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. ágúst 2006 06:00 Róbert Wessman forstjóri Actavis Actavis sendi króatíska samkeppniseftirlitinu á síðustu stundu beiðni um að fá að leggja fram yfirtökutilboð í PLIVA. Frestur til að gera það rann út á þriðjudagskvöld, en sama dag var póstlögð beiðni með aðstoð lögfræðistofu í Zagreb í Króatíu. Fréttablaðið/Heiða Hreinn hagnaður Actavis á öðrum ársfjórðungi þessa árs nemur rúmum 29,9 milljónum evra, eða rúmum 2,7 milljörðum króna. Félagið er í örum vexti, hefur keypt fjölda fyrirtækja og reynir nú yfirtöku á samheitalyfjafyrirtækinu PLIVA. Árangur Actavis samkvæmt árshlutauppgjöri sem birt var í gær er umfram væntingar stjórnenda fyrirtækisins. Heildartekjur á öðrum ársfjórðungi þrefölduðust og námu 364,1 milljón evra, en voru á sama tímabili í fyrra 121,9 milljónir evra. Aukningin nemur 198,4 prósentum. Hagnaður fyrir skatta nemur 40,9 milljónum evra og hreinn hagnaður nemur 29,9 milljónum evra, eða rúmum 2,7 milljörðum króna. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra var hreinn hagnaður 10,5 milljónir evra, eða um 950 milljónir króna samkvæmt gengi gærdagsins og hefur nærri þrefaldast. Framlegðarhlutfallið (EBITDA) á öðrum ársfjórðungi er 21,8 prósent. Actavis hefur keypt mörg fyrirtæki síðan á öðrum ársfjórðungi 2005, þar á meðal Amide Pharmaceuticals í Bandaríkjunum, Keri Pharma í Tékklandi, dreifingarfyrirtækið Higia í Búlgaríu, samheitalyfjasvið Alpharma og rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan, sem nú er að fullu komið inn í reikninga samstæðunnar. „Við erum gífurlega ánægð með niðurstöðuna og erum við að ná góðum árangri á flestum okkar lykilmörkuðum,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og bætir við að árangur félagsins sé bæði yfir væntingum stjórnenda félagsins og markaðarins líka. „Ég sé ekki betur en við séum um tíu prósentum yfir spám í EBITDA og sennilega rétt um eða yfir væntingum í nettóhagnaði,“ segir hann og kveður ástæðu þess að félagið sé hlutfallslega hærra yfir framlegðarspám vera að inni í tölunum sé gengistap upp á þrjár milljónir evra. „Og svo erum við með hærra skatthlutfall á öðrum ársfjórðungi út af því að Ameríka kemur sterkari inn.“ Í viðlíka vexti og verið hefur segir Róbert tæplega hægt að bera félagið saman milli ára. ¿Það hefur náttúrlega vaxið alveg gríðarlega öll þessi ár síðan 1999,¿ bætir hann við og gerir ráð fyrir miklum vexti áfram. Á síðari helmingi ársins 2006 væntir Actavis þess að tekjur félagsins verði um 685 milljónir evra og að framlegðarhlutfall (EBITDA) verði um 20 prósent. Í heild er reiknað með að á árinu verði heildartekjur félagsins um 1,39 milljarðar evra og framlegðarhlutfallið um 20,5 prósent. Reiknað er með góðum vexti bæði í Norður-Ameríku og í Mið- og Austur-Evrópu og Asíu á árinu, auk þess sem áfram á að efla innri vöxt með markaðssetningu nýrra lyfja og sókn inn á nýja markaði. Á ársfjórðungnum markaðssetti félagið 107 ný samheitalyf á helstu markaði. Þessa dagana vinnur Actavis svo að fjandsamlegri yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu PLIVA og keppir þar við ameríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals. Actavis hefur lagt fram beiðni til HANFA, fjármálaeftirlits Króatíu, um samþykki fyrir birtingu yfirtökutilboðs í allt hlutafé PLIVA og hefur fjármálaeftirlitið nú hálfan mánuð til að taka afstöðu til beiðninnar. Í gær var samþykkt sambærileg beiðni frá Barr. Með samruna PLIVA við hvort heldur sem er Actavis eða Barr yrði til þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Hreinn hagnaður Actavis á öðrum ársfjórðungi þessa árs nemur rúmum 29,9 milljónum evra, eða rúmum 2,7 milljörðum króna. Félagið er í örum vexti, hefur keypt fjölda fyrirtækja og reynir nú yfirtöku á samheitalyfjafyrirtækinu PLIVA. Árangur Actavis samkvæmt árshlutauppgjöri sem birt var í gær er umfram væntingar stjórnenda fyrirtækisins. Heildartekjur á öðrum ársfjórðungi þrefölduðust og námu 364,1 milljón evra, en voru á sama tímabili í fyrra 121,9 milljónir evra. Aukningin nemur 198,4 prósentum. Hagnaður fyrir skatta nemur 40,9 milljónum evra og hreinn hagnaður nemur 29,9 milljónum evra, eða rúmum 2,7 milljörðum króna. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra var hreinn hagnaður 10,5 milljónir evra, eða um 950 milljónir króna samkvæmt gengi gærdagsins og hefur nærri þrefaldast. Framlegðarhlutfallið (EBITDA) á öðrum ársfjórðungi er 21,8 prósent. Actavis hefur keypt mörg fyrirtæki síðan á öðrum ársfjórðungi 2005, þar á meðal Amide Pharmaceuticals í Bandaríkjunum, Keri Pharma í Tékklandi, dreifingarfyrirtækið Higia í Búlgaríu, samheitalyfjasvið Alpharma og rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan, sem nú er að fullu komið inn í reikninga samstæðunnar. „Við erum gífurlega ánægð með niðurstöðuna og erum við að ná góðum árangri á flestum okkar lykilmörkuðum,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og bætir við að árangur félagsins sé bæði yfir væntingum stjórnenda félagsins og markaðarins líka. „Ég sé ekki betur en við séum um tíu prósentum yfir spám í EBITDA og sennilega rétt um eða yfir væntingum í nettóhagnaði,“ segir hann og kveður ástæðu þess að félagið sé hlutfallslega hærra yfir framlegðarspám vera að inni í tölunum sé gengistap upp á þrjár milljónir evra. „Og svo erum við með hærra skatthlutfall á öðrum ársfjórðungi út af því að Ameríka kemur sterkari inn.“ Í viðlíka vexti og verið hefur segir Róbert tæplega hægt að bera félagið saman milli ára. ¿Það hefur náttúrlega vaxið alveg gríðarlega öll þessi ár síðan 1999,¿ bætir hann við og gerir ráð fyrir miklum vexti áfram. Á síðari helmingi ársins 2006 væntir Actavis þess að tekjur félagsins verði um 685 milljónir evra og að framlegðarhlutfall (EBITDA) verði um 20 prósent. Í heild er reiknað með að á árinu verði heildartekjur félagsins um 1,39 milljarðar evra og framlegðarhlutfallið um 20,5 prósent. Reiknað er með góðum vexti bæði í Norður-Ameríku og í Mið- og Austur-Evrópu og Asíu á árinu, auk þess sem áfram á að efla innri vöxt með markaðssetningu nýrra lyfja og sókn inn á nýja markaði. Á ársfjórðungnum markaðssetti félagið 107 ný samheitalyf á helstu markaði. Þessa dagana vinnur Actavis svo að fjandsamlegri yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu PLIVA og keppir þar við ameríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals. Actavis hefur lagt fram beiðni til HANFA, fjármálaeftirlits Króatíu, um samþykki fyrir birtingu yfirtökutilboðs í allt hlutafé PLIVA og hefur fjármálaeftirlitið nú hálfan mánuð til að taka afstöðu til beiðninnar. Í gær var samþykkt sambærileg beiðni frá Barr. Með samruna PLIVA við hvort heldur sem er Actavis eða Barr yrði til þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent