Nýjar reglur um handfarangur í flugvélum neyða tónlistarmenn eins frægasta balletts Rússlands, Bolshoi-ballettsins, til að ferðast með lest frá Rússlandi til Bretlands vegna fyrirhugaðrar sýningar á Svanavatninu í Konunglega óperuhúsinu í London næstkomandi laugardag.
Samkvæmt frétt Aftenposten spila margir tónlistarmannanna á ævaforn rússnesk hljóðfæri sem þeim er bannað samkvæmt samningum að skilja við sig. Eftir að yfirvöld komu í veg fyrir meint hryðjuverk í flugvélum á fimmtudag er hins vegar allur handfarangur bannaður í háloftunum og því verða listamennirnir að ferðast með lest til Bretlands.