Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé 13. ágúst 2006 06:00 ísraelskir Skriðdrekar Þrátt fyrir ályktun um vopnahlé heldur herafli Ísraela áfram að aukast í suðurhluta Líbanons. Yfirmaður hersins segir ísraelskan her verða í landinu þangað til friðargæsluliðar komi.Fréttablaðið/AP líbanon Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem krafist er að vopnahléi verði komið á í Líbanon. Ætlast er til þess að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanon staðfesti ályktunina, sem kveður á um „algjöra stöðvun á hernaðarátökum“. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkissjónvarpsins, BBC. Í ályktunininni segir að liðsmenn Hizbollah-samtakanna skuli hætta öllum árásum og að Ísrael hætti sókn sinni inn í Líbanon strax. Allt að fimmtán þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna verði sendir til landamæra Líbanons og Ísraels til aðstoðar líbanska hernum við að fylgja eftir vopnahléinu. Ísraelsmenn dragi her sinn til baka í áföngum. Einnig eru Ísraelar hvattir til að semja um lausn líbanskra fanga í Ísrael og þess krafist að ísraelskum hermönnum í haldi Hizbollah verði sleppt. Ríkisstjórn Ísraels mun ræða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og kjósa um hvort hernaðarátökum verði hætt. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, hefur beðið ríkisstjórn sína um að staðfesta ályktunina, hún sé jákvæð og viðunandi. Forsætisráðherra Líbanons, Fouad Siniora, gaf einnig í skyn að vopnahléð yrði staðfest af Líbanon. Hann sagði ályktunina sýna að allur heimurinn hafi staðið með Líbanon. Samkvæmt leiðtoga Hizbollah, Hassan Nasrallah, ætla samtökin að virða vopnahléið. Þó sagði hann í sjónvarpsávarpi í gær að liðsmenn Hizbollah myndu halda áfram að berjast svo lengi sem ísraelskur her sé í Líbanon. Herafli Ísraela í suðurhluta Líbanon heldur áfram að aukast. Yfirmaður ísraelska hersins, Dan Halutz, segir að ísraelskur her verði í Líbanon þar til friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna komi til landsins. Yfir eitt þúsund Líbanar og yfir hundrað og tuttugu Ísraelar hafa látist í átökunum sem hófust með ráni skæruliða Hizbollah á tveimur ísraelskum hermönnum hinn 12. júlí.salvar@frettabladid.is Erlent Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
líbanon Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem krafist er að vopnahléi verði komið á í Líbanon. Ætlast er til þess að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanon staðfesti ályktunina, sem kveður á um „algjöra stöðvun á hernaðarátökum“. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkissjónvarpsins, BBC. Í ályktunininni segir að liðsmenn Hizbollah-samtakanna skuli hætta öllum árásum og að Ísrael hætti sókn sinni inn í Líbanon strax. Allt að fimmtán þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna verði sendir til landamæra Líbanons og Ísraels til aðstoðar líbanska hernum við að fylgja eftir vopnahléinu. Ísraelsmenn dragi her sinn til baka í áföngum. Einnig eru Ísraelar hvattir til að semja um lausn líbanskra fanga í Ísrael og þess krafist að ísraelskum hermönnum í haldi Hizbollah verði sleppt. Ríkisstjórn Ísraels mun ræða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og kjósa um hvort hernaðarátökum verði hætt. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, hefur beðið ríkisstjórn sína um að staðfesta ályktunina, hún sé jákvæð og viðunandi. Forsætisráðherra Líbanons, Fouad Siniora, gaf einnig í skyn að vopnahléð yrði staðfest af Líbanon. Hann sagði ályktunina sýna að allur heimurinn hafi staðið með Líbanon. Samkvæmt leiðtoga Hizbollah, Hassan Nasrallah, ætla samtökin að virða vopnahléið. Þó sagði hann í sjónvarpsávarpi í gær að liðsmenn Hizbollah myndu halda áfram að berjast svo lengi sem ísraelskur her sé í Líbanon. Herafli Ísraela í suðurhluta Líbanon heldur áfram að aukast. Yfirmaður ísraelska hersins, Dan Halutz, segir að ísraelskur her verði í Líbanon þar til friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna komi til landsins. Yfir eitt þúsund Líbanar og yfir hundrað og tuttugu Ísraelar hafa látist í átökunum sem hófust með ráni skæruliða Hizbollah á tveimur ísraelskum hermönnum hinn 12. júlí.salvar@frettabladid.is
Erlent Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira