Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé 13. ágúst 2006 06:00 ísraelskir Skriðdrekar Þrátt fyrir ályktun um vopnahlé heldur herafli Ísraela áfram að aukast í suðurhluta Líbanons. Yfirmaður hersins segir ísraelskan her verða í landinu þangað til friðargæsluliðar komi.Fréttablaðið/AP líbanon Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem krafist er að vopnahléi verði komið á í Líbanon. Ætlast er til þess að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanon staðfesti ályktunina, sem kveður á um „algjöra stöðvun á hernaðarátökum“. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkissjónvarpsins, BBC. Í ályktunininni segir að liðsmenn Hizbollah-samtakanna skuli hætta öllum árásum og að Ísrael hætti sókn sinni inn í Líbanon strax. Allt að fimmtán þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna verði sendir til landamæra Líbanons og Ísraels til aðstoðar líbanska hernum við að fylgja eftir vopnahléinu. Ísraelsmenn dragi her sinn til baka í áföngum. Einnig eru Ísraelar hvattir til að semja um lausn líbanskra fanga í Ísrael og þess krafist að ísraelskum hermönnum í haldi Hizbollah verði sleppt. Ríkisstjórn Ísraels mun ræða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og kjósa um hvort hernaðarátökum verði hætt. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, hefur beðið ríkisstjórn sína um að staðfesta ályktunina, hún sé jákvæð og viðunandi. Forsætisráðherra Líbanons, Fouad Siniora, gaf einnig í skyn að vopnahléð yrði staðfest af Líbanon. Hann sagði ályktunina sýna að allur heimurinn hafi staðið með Líbanon. Samkvæmt leiðtoga Hizbollah, Hassan Nasrallah, ætla samtökin að virða vopnahléið. Þó sagði hann í sjónvarpsávarpi í gær að liðsmenn Hizbollah myndu halda áfram að berjast svo lengi sem ísraelskur her sé í Líbanon. Herafli Ísraela í suðurhluta Líbanon heldur áfram að aukast. Yfirmaður ísraelska hersins, Dan Halutz, segir að ísraelskur her verði í Líbanon þar til friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna komi til landsins. Yfir eitt þúsund Líbanar og yfir hundrað og tuttugu Ísraelar hafa látist í átökunum sem hófust með ráni skæruliða Hizbollah á tveimur ísraelskum hermönnum hinn 12. júlí.salvar@frettabladid.is Erlent Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
líbanon Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem krafist er að vopnahléi verði komið á í Líbanon. Ætlast er til þess að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanon staðfesti ályktunina, sem kveður á um „algjöra stöðvun á hernaðarátökum“. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkissjónvarpsins, BBC. Í ályktunininni segir að liðsmenn Hizbollah-samtakanna skuli hætta öllum árásum og að Ísrael hætti sókn sinni inn í Líbanon strax. Allt að fimmtán þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna verði sendir til landamæra Líbanons og Ísraels til aðstoðar líbanska hernum við að fylgja eftir vopnahléinu. Ísraelsmenn dragi her sinn til baka í áföngum. Einnig eru Ísraelar hvattir til að semja um lausn líbanskra fanga í Ísrael og þess krafist að ísraelskum hermönnum í haldi Hizbollah verði sleppt. Ríkisstjórn Ísraels mun ræða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og kjósa um hvort hernaðarátökum verði hætt. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, hefur beðið ríkisstjórn sína um að staðfesta ályktunina, hún sé jákvæð og viðunandi. Forsætisráðherra Líbanons, Fouad Siniora, gaf einnig í skyn að vopnahléð yrði staðfest af Líbanon. Hann sagði ályktunina sýna að allur heimurinn hafi staðið með Líbanon. Samkvæmt leiðtoga Hizbollah, Hassan Nasrallah, ætla samtökin að virða vopnahléið. Þó sagði hann í sjónvarpsávarpi í gær að liðsmenn Hizbollah myndu halda áfram að berjast svo lengi sem ísraelskur her sé í Líbanon. Herafli Ísraela í suðurhluta Líbanon heldur áfram að aukast. Yfirmaður ísraelska hersins, Dan Halutz, segir að ísraelskur her verði í Líbanon þar til friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna komi til landsins. Yfir eitt þúsund Líbanar og yfir hundrað og tuttugu Ísraelar hafa látist í átökunum sem hófust með ráni skæruliða Hizbollah á tveimur ísraelskum hermönnum hinn 12. júlí.salvar@frettabladid.is
Erlent Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira