Ný lota réttarhalda yfir Saddam Hussein 22. ágúst 2006 07:15 Segir dómstól ólögmætan Einræðisherrann fyrrverandi sparaði ekki stóru orðin er hann fékk að tjá sig um nýju ákærurnar í gær. MYND/AP Saddam Hussein neitaði í gær að tjá sig um ákærur þær sem á hann eru bornar í nýju réttarhaldi sem hófst yfir honum og sex öðrum sakborningum í gær. Er honum var gefið tækifæri til að tjá sig við upphaf réttarhaldsins ítrekaði hann þá skoðun sína að dómstóllinn væri ólögmætur og réttarhaldið allt skrípaleikur einn. Ákærurnar í þessu nýja réttarhaldi snúa að umdeildum aðgerðum íraska hersins í Kúrdahéruðunum í Norður-Írak á árunum 1987 til 1988. Aðgerðirnar eru kenndar við bæinn Anfal, en í þeim voru tugir þúsunda Kúrda drepnir. Saksóknarar sýndu réttinum í gær myndir af jarðneskum leifum kvenna og barna sem grafin voru upp úr fjöldagröfum á vettvangi Anfal-aðgerðanna, þar á meðal eina af pelabarni sem enn hélt á mjólkurpelanum sínum. Ákæruvaldið sýndi einnig stórt landabréf af Norður-Írak, þar sem búið var að merkja inn á fjölda þorpa og bæja sem fullyrt er að herinn hafi, að skipun Saddams, þurrkað út allt líf í, meðal annars með því að beita sinneps- og taugagasi. „Það er kominn tími til að mannkynið fái að vita ... umfang glæpanna sem framdir voru gegn íbúum Kúrdistans,“ sagði aðalsaksóknarinn Munquith al-Faroon. „Heilu bæirnir voru jafnaðir við jörðu, eins og það hefði ekki verið nóg að drepa allt fólkið,“ sagði hann. Réttarhaldið sem hófst í gær er önnur lotan í réttarhöldum yfir einræðisherranum fyrrverandi, þar sem gert er upp við meinta harðstjórnarglæpi áratugalangrar stjórnartíðar hans. Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp í fyrstu lotunni, þar sem réttað var í máli sem varðaði dráp á sjía-múslimum í bænum Dujail á níunda áratugnum. Verði Saddam sakfelldur í öðru hvoru málinu á hann yfir höfði sér dauðadóm. Saddam mætti á sakamannabekkinn í sömu dökku jakkafötunum og hann klæddist í hvert sinn sem hann sást við Dujail-réttarhaldið, sem stóð yfir í níu mánuði. En aðrar persónur og leikendur eru að þessu sinni breyttar. Nýr aðaldómari stýrir réttarhaldinu að þessu sinni. Og sex með-sakborningar hans eru einnig aðrir en áður. Þeir eru nær allir fyrrverandi yfirmenn í hernum. Þeirra þekktastur er Ali Hassan al-Majid, frændi Saddams, betur þekktur sem „Efnavopna-Ali“ vegna eiturgassins sem hann var þekktur fyrir að beita. Erlent Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Sjá meira
Saddam Hussein neitaði í gær að tjá sig um ákærur þær sem á hann eru bornar í nýju réttarhaldi sem hófst yfir honum og sex öðrum sakborningum í gær. Er honum var gefið tækifæri til að tjá sig við upphaf réttarhaldsins ítrekaði hann þá skoðun sína að dómstóllinn væri ólögmætur og réttarhaldið allt skrípaleikur einn. Ákærurnar í þessu nýja réttarhaldi snúa að umdeildum aðgerðum íraska hersins í Kúrdahéruðunum í Norður-Írak á árunum 1987 til 1988. Aðgerðirnar eru kenndar við bæinn Anfal, en í þeim voru tugir þúsunda Kúrda drepnir. Saksóknarar sýndu réttinum í gær myndir af jarðneskum leifum kvenna og barna sem grafin voru upp úr fjöldagröfum á vettvangi Anfal-aðgerðanna, þar á meðal eina af pelabarni sem enn hélt á mjólkurpelanum sínum. Ákæruvaldið sýndi einnig stórt landabréf af Norður-Írak, þar sem búið var að merkja inn á fjölda þorpa og bæja sem fullyrt er að herinn hafi, að skipun Saddams, þurrkað út allt líf í, meðal annars með því að beita sinneps- og taugagasi. „Það er kominn tími til að mannkynið fái að vita ... umfang glæpanna sem framdir voru gegn íbúum Kúrdistans,“ sagði aðalsaksóknarinn Munquith al-Faroon. „Heilu bæirnir voru jafnaðir við jörðu, eins og það hefði ekki verið nóg að drepa allt fólkið,“ sagði hann. Réttarhaldið sem hófst í gær er önnur lotan í réttarhöldum yfir einræðisherranum fyrrverandi, þar sem gert er upp við meinta harðstjórnarglæpi áratugalangrar stjórnartíðar hans. Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp í fyrstu lotunni, þar sem réttað var í máli sem varðaði dráp á sjía-múslimum í bænum Dujail á níunda áratugnum. Verði Saddam sakfelldur í öðru hvoru málinu á hann yfir höfði sér dauðadóm. Saddam mætti á sakamannabekkinn í sömu dökku jakkafötunum og hann klæddist í hvert sinn sem hann sást við Dujail-réttarhaldið, sem stóð yfir í níu mánuði. En aðrar persónur og leikendur eru að þessu sinni breyttar. Nýr aðaldómari stýrir réttarhaldinu að þessu sinni. Og sex með-sakborningar hans eru einnig aðrir en áður. Þeir eru nær allir fyrrverandi yfirmenn í hernum. Þeirra þekktastur er Ali Hassan al-Majid, frændi Saddams, betur þekktur sem „Efnavopna-Ali“ vegna eiturgassins sem hann var þekktur fyrir að beita.
Erlent Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Sjá meira