Sony og Dell vissu um rafhlöðugalla 23. ágúst 2006 07:45 Dell svarar fyrir sig Michael Dell, stofnandi og stjórnarformaður tölvuframleiðandans Dell, sagði á föstudag að fyrirtækið myndi nota áfram rafhlöður frá Sony. MYND/AP Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell ákvað að innkalla 4,1 milljón rafhlaða frá Sony á þriðjudag í síðustu viku. Um ein milljón rafhlaða seldist utan Bandaríkjanna og er um að ræða mestu innköllun á rafeindabúnaði til þessa. Í lok vikunnar kom í ljós að fyrirtækin vissu um gallann í október á síðasta ári. Rafhlöðurnar voru seldar með fartölvum Dell frá því í apríl árið 2004 til júlí á þessu ári. Um varúðarráðstöfun var að ræða þar sem hætta var talin á að rafhlöðurnar gætu ofhitnað en vitað er um sex tilvik þar sem kviknaði í þeim. Ekki er með fullu vitað hversu mikið innköllunin mun kosta fyrirtækin en sérfræðingar telja hana geta numið þrjátíu milljörðum króna. Að sögn Rick Clancys, talsmanns Sony, snýst málið um litlar málmagnir í rafhlöðunum, sem hafi gert það að verkum að þær biluðu og ofhitnuðu. Hafi Sony gert breytingar á þeim í kjölfarið. Stjórnendur Dell og Sony ræddust við í október í fyrra og í febrúar vegna málsins en ákváðu að innkalla ekki seldar rafhlöður þar sem ekki var talið að hætta stafaði af þeim. Þá sagði hann stutt síðan Sony bárust fréttir um ofhitnun rafhlaðanna og var ákveðið að innkalla þær upp frá því. Anne Camden, talsmaður Dell, vildi ekki tjá sig um samskipti forsvarsmanna fyrirtækjanna en benti á að einblínt væri á að koma í veg fyrir viðlíka vandamál í framtíðinni. Fyrirtækin munu þrátt fyrir þetta ekki hafa í hyggju að slíta samstarfinu. Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell ákvað að innkalla 4,1 milljón rafhlaða frá Sony á þriðjudag í síðustu viku. Um ein milljón rafhlaða seldist utan Bandaríkjanna og er um að ræða mestu innköllun á rafeindabúnaði til þessa. Í lok vikunnar kom í ljós að fyrirtækin vissu um gallann í október á síðasta ári. Rafhlöðurnar voru seldar með fartölvum Dell frá því í apríl árið 2004 til júlí á þessu ári. Um varúðarráðstöfun var að ræða þar sem hætta var talin á að rafhlöðurnar gætu ofhitnað en vitað er um sex tilvik þar sem kviknaði í þeim. Ekki er með fullu vitað hversu mikið innköllunin mun kosta fyrirtækin en sérfræðingar telja hana geta numið þrjátíu milljörðum króna. Að sögn Rick Clancys, talsmanns Sony, snýst málið um litlar málmagnir í rafhlöðunum, sem hafi gert það að verkum að þær biluðu og ofhitnuðu. Hafi Sony gert breytingar á þeim í kjölfarið. Stjórnendur Dell og Sony ræddust við í október í fyrra og í febrúar vegna málsins en ákváðu að innkalla ekki seldar rafhlöður þar sem ekki var talið að hætta stafaði af þeim. Þá sagði hann stutt síðan Sony bárust fréttir um ofhitnun rafhlaðanna og var ákveðið að innkalla þær upp frá því. Anne Camden, talsmaður Dell, vildi ekki tjá sig um samskipti forsvarsmanna fyrirtækjanna en benti á að einblínt væri á að koma í veg fyrir viðlíka vandamál í framtíðinni. Fyrirtækin munu þrátt fyrir þetta ekki hafa í hyggju að slíta samstarfinu.
Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent