Skýr merki um lækkun íbúðaverðs 23. ágúst 2006 07:30 101 Skuggahverfi Fasteignaverð lækkaði um 1,7 prósent í júlí. Sérfræðingur segir fyrstu skýru merkin um verðlækkanir á fasteignamarkaði komin fram. Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um sextíu og fimm prósent á átta mánuðum. Veltan nam tæpum 2,2 milljörðum króna vikuna 11. til 17. júní en var rúmlega 6,1 milljarður vikuna 9. til 15. desember 2005. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,7 prósent í júlí síðastliðnum samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Verð á sérbýli hefur hækkað mest. Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir þessa þróun ekki koma á óvart. Fram séu komin fyrstu skýru merkin um verðlækkanir á fasteignamarkaði. "Við eigum von á því að þessi þróun haldi áfram. Það verða nokkrar lækkanir, þótt ekkert hrun sé í spilunum." Hann segist eiga von á samdrætti bæði eftirspurnar og framboðs sem valdi því að smám saman dofnar yfir markaðnum. "Kaupsamningum hefur fækkað snarpt að undanförnu. Bæði er minna framboð af notuðu húsnæði auk þess sem eftirspurn er minni. Ég á jafnvel von á því að framboð nýbygginga dragist saman í kjölfarið." Á vef greiningardeildar Glitnis kemur fram að mikill þrýstingur sé til lækkunar íbúðaverðs um þessar mundir. Vaxtahækkanir, meiri fjármagnskostnaður auk minni kaupmáttar neytenda hafi dregið úr eftirspurn á íbúðamarkaði. Þá hafi framboð á nýbyggingum aukist talsvert á sama tíma. Greiningardeild Glitnis reiknar með fimm til tíu prósenta lækkun á nafnverði íbúðaverðs næstu tvö árin. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir sína tilfinningu að verð á leiguhúsnæði hafi hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent síðan í vor. Hann segir eftirspurn eftir leiguhúsnæði jafnframt hafa aukist og að erfiðara sé fyrir leigjendur að finna húsnæði en áður. "Þetta er ekki lengur leigjendamarkaður. Verðið hefur hækkað talsvert eftir að aðgangur að fjármagni til húsnæðiskaupa varð erfiðari." Sigurður telur þó mikilvægt að leigjendur taki ekki mark á tröllasögum sem ganga um verð á leiguhúsnæði. "Fjölmiðlar eiga það til að blása upp undantekningartilvik um gríðarháa leigu. Þannig verða til tröllasögur sem valda jafnvel verðhækkunum á endanum." Viðskipti Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um sextíu og fimm prósent á átta mánuðum. Veltan nam tæpum 2,2 milljörðum króna vikuna 11. til 17. júní en var rúmlega 6,1 milljarður vikuna 9. til 15. desember 2005. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,7 prósent í júlí síðastliðnum samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Verð á sérbýli hefur hækkað mest. Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir þessa þróun ekki koma á óvart. Fram séu komin fyrstu skýru merkin um verðlækkanir á fasteignamarkaði. "Við eigum von á því að þessi þróun haldi áfram. Það verða nokkrar lækkanir, þótt ekkert hrun sé í spilunum." Hann segist eiga von á samdrætti bæði eftirspurnar og framboðs sem valdi því að smám saman dofnar yfir markaðnum. "Kaupsamningum hefur fækkað snarpt að undanförnu. Bæði er minna framboð af notuðu húsnæði auk þess sem eftirspurn er minni. Ég á jafnvel von á því að framboð nýbygginga dragist saman í kjölfarið." Á vef greiningardeildar Glitnis kemur fram að mikill þrýstingur sé til lækkunar íbúðaverðs um þessar mundir. Vaxtahækkanir, meiri fjármagnskostnaður auk minni kaupmáttar neytenda hafi dregið úr eftirspurn á íbúðamarkaði. Þá hafi framboð á nýbyggingum aukist talsvert á sama tíma. Greiningardeild Glitnis reiknar með fimm til tíu prósenta lækkun á nafnverði íbúðaverðs næstu tvö árin. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir sína tilfinningu að verð á leiguhúsnæði hafi hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent síðan í vor. Hann segir eftirspurn eftir leiguhúsnæði jafnframt hafa aukist og að erfiðara sé fyrir leigjendur að finna húsnæði en áður. "Þetta er ekki lengur leigjendamarkaður. Verðið hefur hækkað talsvert eftir að aðgangur að fjármagni til húsnæðiskaupa varð erfiðari." Sigurður telur þó mikilvægt að leigjendur taki ekki mark á tröllasögum sem ganga um verð á leiguhúsnæði. "Fjölmiðlar eiga það til að blása upp undantekningartilvik um gríðarháa leigu. Þannig verða til tröllasögur sem valda jafnvel verðhækkunum á endanum."
Viðskipti Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira