Nemendur við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa aldrei verið fleiri eða tæplega 300 að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Háskólans. „Skólastarfið hefur breyst mikið undanfarin ár og nú er í fyrsta skipti boðið upp á nám í skógfræði og landgræðslu.“
Landbúnaðarháskólinn hefur boðið upp á nám í landslagsarkitektúr undanfarin ár á námsbraut um umhverfisskipulag. Þetta er vinsælasta námið við skólann og færri komast að en vilja.
Guðrún segir sífellt fleiri nemendur stunda nám með vinnu en nú er hægt að skrá sig í staka áfanga við skólann.