Skólastofurnar eru opnar og kennslustundir mislangar 24. ágúst 2006 07:45 Í skólanum eru allar skólastofur opnar og kennslustundir mislangar. „Við byrjuðum á heimsóknum til nemenda í fyrra, á fyrsta starfsári skólans, og þær hafa mælst vel fyrir,“ segir Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, um heimsóknir til nemenda í upphafi skólaárs. Sif segir að tveir starfsmenn skólans fari heim til hvers nemanda og að allir starfsmenn skólans séu þátttakendur í þessu verkefni. Í heimsóknunum er farið yfir áherslur vetrarins og spjallað við börnin á léttum nótum og segir Sif þetta mikilvægan lið í að viðhalda góðum samskiptum á milli heimilis og skóla. Norðlingaskóli er fámennasti skólinn í Reykjavík, með rúmlega hundrað nemendur, en búast má við að þeir verði 130 í lok vetrar. Hugmyndina að því að heimsækja nemendur fékk Sif í Hallormsstaðaskóla þar sem hún var skólastjóri en þar hefur þessi háttur verið hafður á í yfir tuttugu ár. Heimsóknir nemenda eru ekki eina nýjungin í skólastarfi Norðlingaskóla en þar eru allar kennslustofur opnar og kennslustundir mislangar en ekki fjörutíu mínútur eins og venjan er. „Hvert barn fer á sínum hraða í gegnum námið og áhersla er lögð á að þau einbeiti sér að því sem þau hafa áhuga á. Þrjá daga yfir veturinn eru svokallaðir foreldraskóladagar en þessa daga setjast foreldar á skólabekk og nemendurnir kenna þeim það sem þeir eru að læra.“ Sif segir mikla áherslu vera lagða á óformleg samskipti í skólastarfinu og foreldrar koma gjarnan að morgni dags í skólann til að spjalla við kennarana. Við skólasetningu Norðlingaskóla í gær sveif andi hins óhefðbundna skólastarfs yfir vötnunum en í tilefni setningarinnar voru grillaðar pylsur við skólann. Júlíus Vífill Ingvarsson, nýr formaður menntaráðs, var viðstaddur setninguna. Ein af þeim nýjungum sem Norðlingaskóli hyggst bjóða upp á er útikennslustofa neðar í hverfinu en mastersnemar í útikennslu munu koma frá Bergen og aðstoða við hönnun á svæðinu. Sif segir að í skólastarfinu sé lögð áhersla á tengsl við náttúruna og að fyrstu tvær vikur skólastarfsins muni fara fram meira og minna undir berum himni. Sif segir allar þessar nýjungar hafa mælst vel fyrir og að nemendur, foreldrar og kennarar séu ánægðir með starfshætti skólans. Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
„Við byrjuðum á heimsóknum til nemenda í fyrra, á fyrsta starfsári skólans, og þær hafa mælst vel fyrir,“ segir Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, um heimsóknir til nemenda í upphafi skólaárs. Sif segir að tveir starfsmenn skólans fari heim til hvers nemanda og að allir starfsmenn skólans séu þátttakendur í þessu verkefni. Í heimsóknunum er farið yfir áherslur vetrarins og spjallað við börnin á léttum nótum og segir Sif þetta mikilvægan lið í að viðhalda góðum samskiptum á milli heimilis og skóla. Norðlingaskóli er fámennasti skólinn í Reykjavík, með rúmlega hundrað nemendur, en búast má við að þeir verði 130 í lok vetrar. Hugmyndina að því að heimsækja nemendur fékk Sif í Hallormsstaðaskóla þar sem hún var skólastjóri en þar hefur þessi háttur verið hafður á í yfir tuttugu ár. Heimsóknir nemenda eru ekki eina nýjungin í skólastarfi Norðlingaskóla en þar eru allar kennslustofur opnar og kennslustundir mislangar en ekki fjörutíu mínútur eins og venjan er. „Hvert barn fer á sínum hraða í gegnum námið og áhersla er lögð á að þau einbeiti sér að því sem þau hafa áhuga á. Þrjá daga yfir veturinn eru svokallaðir foreldraskóladagar en þessa daga setjast foreldar á skólabekk og nemendurnir kenna þeim það sem þeir eru að læra.“ Sif segir mikla áherslu vera lagða á óformleg samskipti í skólastarfinu og foreldrar koma gjarnan að morgni dags í skólann til að spjalla við kennarana. Við skólasetningu Norðlingaskóla í gær sveif andi hins óhefðbundna skólastarfs yfir vötnunum en í tilefni setningarinnar voru grillaðar pylsur við skólann. Júlíus Vífill Ingvarsson, nýr formaður menntaráðs, var viðstaddur setninguna. Ein af þeim nýjungum sem Norðlingaskóli hyggst bjóða upp á er útikennslustofa neðar í hverfinu en mastersnemar í útikennslu munu koma frá Bergen og aðstoða við hönnun á svæðinu. Sif segir að í skólastarfinu sé lögð áhersla á tengsl við náttúruna og að fyrstu tvær vikur skólastarfsins muni fara fram meira og minna undir berum himni. Sif segir allar þessar nýjungar hafa mælst vel fyrir og að nemendur, foreldrar og kennarar séu ánægðir með starfshætti skólans.
Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira