Kristinn H. segir samkomulag brotið 24. ágúst 2006 07:15 „Það liggur fyrir ákveðið samkomulag um hlutina sem ég tel að eigi eftir að klára," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið þegar ljóst varð hvernig þingflokkur framsóknarmanna hagar skipan í nefndir Alþingis í vetur. Kristni er ekki ætluð nefndaformennska en er varaformaður þriggja nefnda. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segist ekki skilja hvað vaki fyrir Kristni. „Ég botna ekkert í honum því hann veit betur. Þegar hann fullyrðir að hann hafi átt að fá formennsku þá fer hann ekki með rétt mál," sagði Hjálmar í samtali við Fréttablaðið í gær. Þingflokkurinn vék Kristni úr nefndum þingsins árið 2004 en í febrúar 2005 náðust sættir á sögulegum kvöldverðarfundi þingflokksins á veitingastaðnum Við tjörnina. Kristinn fullyrðir að í samkomulaginu hafi falist að hann yrði nefndarformaður á ný en hann fór áður með formennsku í iðnaðarnefnd. „Það var ekkert víst að ég færi í sömu nefndir, bara að ég hefði sams konar stöðu, það er að segja færi með formennsku í nefnd," sagði Kristinn í gær. Hjálmar segir nefndasetum Kristins fjölgað, hann sé í þremur nefndum og gegni varaformennsku í þeim öllum. „Í því felast ákveðin skilaboð," segir Hjálmar. Eftir sáttafundinn 2005 settist Kristinn í tvær þingnefndir og bjóst þá við að breytingar yrðu gerðar á nefndaskipan um haustið. Af því varð ekki. Á þriðjudagskvöld var svo gengið frá nefndaskipan vetrarins í kjölfar nýlegra breytinga í þingliði flokksins. Kristinn segist vilja hafa það fyrir sjálfan sig hvort niðurstaða þingflokksins komi sér á óvart, en hann sat ekki fundinn. Hins vegar segir hann menn hafa gengið frá flokksþingi um helgina með það að markmiði að jafna ágreining. Hjálmar vísar einnig til sáttatóns flokksþingsins. „Ég hélt að hann, eins og allir aðrir framsóknarmenn, ætlaði að sitja á friðarstóli." Innlent Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
„Það liggur fyrir ákveðið samkomulag um hlutina sem ég tel að eigi eftir að klára," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið þegar ljóst varð hvernig þingflokkur framsóknarmanna hagar skipan í nefndir Alþingis í vetur. Kristni er ekki ætluð nefndaformennska en er varaformaður þriggja nefnda. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segist ekki skilja hvað vaki fyrir Kristni. „Ég botna ekkert í honum því hann veit betur. Þegar hann fullyrðir að hann hafi átt að fá formennsku þá fer hann ekki með rétt mál," sagði Hjálmar í samtali við Fréttablaðið í gær. Þingflokkurinn vék Kristni úr nefndum þingsins árið 2004 en í febrúar 2005 náðust sættir á sögulegum kvöldverðarfundi þingflokksins á veitingastaðnum Við tjörnina. Kristinn fullyrðir að í samkomulaginu hafi falist að hann yrði nefndarformaður á ný en hann fór áður með formennsku í iðnaðarnefnd. „Það var ekkert víst að ég færi í sömu nefndir, bara að ég hefði sams konar stöðu, það er að segja færi með formennsku í nefnd," sagði Kristinn í gær. Hjálmar segir nefndasetum Kristins fjölgað, hann sé í þremur nefndum og gegni varaformennsku í þeim öllum. „Í því felast ákveðin skilaboð," segir Hjálmar. Eftir sáttafundinn 2005 settist Kristinn í tvær þingnefndir og bjóst þá við að breytingar yrðu gerðar á nefndaskipan um haustið. Af því varð ekki. Á þriðjudagskvöld var svo gengið frá nefndaskipan vetrarins í kjölfar nýlegra breytinga í þingliði flokksins. Kristinn segist vilja hafa það fyrir sjálfan sig hvort niðurstaða þingflokksins komi sér á óvart, en hann sat ekki fundinn. Hins vegar segir hann menn hafa gengið frá flokksþingi um helgina með það að markmiði að jafna ágreining. Hjálmar vísar einnig til sáttatóns flokksþingsins. „Ég hélt að hann, eins og allir aðrir framsóknarmenn, ætlaði að sitja á friðarstóli."
Innlent Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira