113 milljarða afgangur á rekstri ríkissjóðs 25. ágúst 2006 07:00 Árni Mathiesen Hann segir ekki dæmi um jafn góða niðurstöðu úr ríkissjóði og á síðasta ári. Tekjur umfram gjöld námu 113 milljörðum króna. Ríkissjóður var rekinn með næstum 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Er það 111 milljarða króna betri afkoma en árið á undan þegar afgangurinn nam tveimur milljörðum. Niðurstöðutölur ríkisreiknings ársins 2005 leiða þetta í ljós. Helmingur þessa mikla afgangs í ríkisrekstrinum stafar af 56 milljarða króna hagnaði af sölu Landssímans en hinn helmingurinn skýrist af uppsveiflu í efnahagslífinu. Árni Mathíesen fjármálaráðherra segir ekki dæmi um eins góða niðurstöðu úr ríkissjóði, jafnvel þó Landssímapeningarnir séu teknir frá. Það skýrist af miklum tekjum í þjóðfélaginu sem skila sér í ríkissjóð í formi skatta og ýmissa gjalda, segir Árni. Tekjur síðasta árs voru tæpum þrettán milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir og útgjöld ríkissjóðs voru að sama skapi níu milljörðum króna lægri en áætlað var í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld á síðasta ári námu 308 milljörðum og voru átta milljörðum króna meiri en árið 2004. Árni segir gjöldin milli ára svo gott sem standa í stað. Tekjurnar aukast umtalsvert og hlutfall gjalda ríkisins af þjóðarframleiðslu lækkar annað árið í röð. Þegar búið er að taka tillit til áhrifa Landssímasölunnar eru útgjöldin 30,3 prósent af landsframleiðslu en tekjurnar 36 prósent. Á síðasta ári var 50 milljörðum króna varið til að greiða niður erlend lán og handbært fé ríkissjóðs jókst um 27 milljarða. Staðan hefur styrkst mjög mikið og langmest af þessum afgangi hefur verið notað til að lækka skuldir og bæta stöðu Seðlabankans, segir Árni. Í árslok 2005 var staða lána ríkisins um 196 milljarðar króna samanborið við 253 milljarða árið áður. Þar af voru erlend lán 85 milljarðar samanborið við 141 milljarð árið áður. Hrein skuldastaða ríkissjóðs; skuldir að frádregnum veittum lánum, var í árslok 60 milljarðar í stað 156 milljarðar í byrjun ársins. Gengissveiflur höfðu vissulega einhver áhrif á stöðu erlendra lána á síðasta ári en þó ekki veruleg, segir Árni Mathiesen sem vill engu spá um afkomu ríkissjóðs á þessu ári en telur horfur þó góðar. Innlent Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Ríkissjóður var rekinn með næstum 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Er það 111 milljarða króna betri afkoma en árið á undan þegar afgangurinn nam tveimur milljörðum. Niðurstöðutölur ríkisreiknings ársins 2005 leiða þetta í ljós. Helmingur þessa mikla afgangs í ríkisrekstrinum stafar af 56 milljarða króna hagnaði af sölu Landssímans en hinn helmingurinn skýrist af uppsveiflu í efnahagslífinu. Árni Mathíesen fjármálaráðherra segir ekki dæmi um eins góða niðurstöðu úr ríkissjóði, jafnvel þó Landssímapeningarnir séu teknir frá. Það skýrist af miklum tekjum í þjóðfélaginu sem skila sér í ríkissjóð í formi skatta og ýmissa gjalda, segir Árni. Tekjur síðasta árs voru tæpum þrettán milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir og útgjöld ríkissjóðs voru að sama skapi níu milljörðum króna lægri en áætlað var í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld á síðasta ári námu 308 milljörðum og voru átta milljörðum króna meiri en árið 2004. Árni segir gjöldin milli ára svo gott sem standa í stað. Tekjurnar aukast umtalsvert og hlutfall gjalda ríkisins af þjóðarframleiðslu lækkar annað árið í röð. Þegar búið er að taka tillit til áhrifa Landssímasölunnar eru útgjöldin 30,3 prósent af landsframleiðslu en tekjurnar 36 prósent. Á síðasta ári var 50 milljörðum króna varið til að greiða niður erlend lán og handbært fé ríkissjóðs jókst um 27 milljarða. Staðan hefur styrkst mjög mikið og langmest af þessum afgangi hefur verið notað til að lækka skuldir og bæta stöðu Seðlabankans, segir Árni. Í árslok 2005 var staða lána ríkisins um 196 milljarðar króna samanborið við 253 milljarða árið áður. Þar af voru erlend lán 85 milljarðar samanborið við 141 milljarð árið áður. Hrein skuldastaða ríkissjóðs; skuldir að frádregnum veittum lánum, var í árslok 60 milljarðar í stað 156 milljarðar í byrjun ársins. Gengissveiflur höfðu vissulega einhver áhrif á stöðu erlendra lána á síðasta ári en þó ekki veruleg, segir Árni Mathiesen sem vill engu spá um afkomu ríkissjóðs á þessu ári en telur horfur þó góðar.
Innlent Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira