Sextíu hús í stað sex hundruð 25. ágúst 2006 05:30 Við Úlfljótsvatn Undirbúningur að byggingu sumarhúsabyggðar við Úlfljótsvatn hefur hingað til kostað nokkra tugi milljóna króna. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur stefnir að því að draga verulega úr sumarhúsabyggð á Úlfljótsvatni. Samningaviðræður hafa átt sér stað milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, stjórnarformanns Orkuveitunnar, og Þorgils Óttars Mathiesen, framkvæmdastjóra fasteignafélagsins Klasa, síðustu vikur. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir í næstu viku. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er rætt um að draga úr fyrirhugaðri frístundabyggð við Úlfljótsvatn þannig að gert verði ráð fyrir lóðum undir fimmtíu til sextíu hús í stað sex hundruð sumarhúsa. Undirbúningur að byggingu sumarhúsabyggðarinnar hefur þegar átt sér stað fyrir tugi milljóna króna. Ekki er ljóst hvað það kostar Orkuveituna að hætta við eða breyta samningum um byggðina og draga úr fyrirhuguðum framkvæmdum en búast má við að upphæðin skýrist á næstunni. Landið við Úlfljótsvatn er í eigu Orkuveitunnar. Það er metið á hundrað og fimmtíu milljónir króna og var lagt inn í Frístundabyggð Úlfljótsvatni ehf., sem er sameiginlegt félag OR og Klasa. Klasi hefur lagt fram jafnháa upphæð. Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skátahreyfingarinnar, segir að skátahreyfingin verði afskaplega ánægð ef dregið verður úr fyrirhugaðri byggð. Við erum ekki alfarið á móti einhverri byggð svo framarlega sem hún verður í sátt við náttúruna og landið. Okkur er líka annt um að fá frjálsan aðgang að óheftri náttúru í kringum okkur þannig að ekki verði mikið að okkur þrengt, segir hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, staðfestir að hann hafi verið að vinna að þessu máli í margar vikur. Hann hefur áður sagt að hann telji það ekki í verkahring orkufyrirtækis að byggja frístundabyggð við Úlfljótsvatn. Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur stefnir að því að draga verulega úr sumarhúsabyggð á Úlfljótsvatni. Samningaviðræður hafa átt sér stað milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, stjórnarformanns Orkuveitunnar, og Þorgils Óttars Mathiesen, framkvæmdastjóra fasteignafélagsins Klasa, síðustu vikur. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir í næstu viku. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er rætt um að draga úr fyrirhugaðri frístundabyggð við Úlfljótsvatn þannig að gert verði ráð fyrir lóðum undir fimmtíu til sextíu hús í stað sex hundruð sumarhúsa. Undirbúningur að byggingu sumarhúsabyggðarinnar hefur þegar átt sér stað fyrir tugi milljóna króna. Ekki er ljóst hvað það kostar Orkuveituna að hætta við eða breyta samningum um byggðina og draga úr fyrirhuguðum framkvæmdum en búast má við að upphæðin skýrist á næstunni. Landið við Úlfljótsvatn er í eigu Orkuveitunnar. Það er metið á hundrað og fimmtíu milljónir króna og var lagt inn í Frístundabyggð Úlfljótsvatni ehf., sem er sameiginlegt félag OR og Klasa. Klasi hefur lagt fram jafnháa upphæð. Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skátahreyfingarinnar, segir að skátahreyfingin verði afskaplega ánægð ef dregið verður úr fyrirhugaðri byggð. Við erum ekki alfarið á móti einhverri byggð svo framarlega sem hún verður í sátt við náttúruna og landið. Okkur er líka annt um að fá frjálsan aðgang að óheftri náttúru í kringum okkur þannig að ekki verði mikið að okkur þrengt, segir hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, staðfestir að hann hafi verið að vinna að þessu máli í margar vikur. Hann hefur áður sagt að hann telji það ekki í verkahring orkufyrirtækis að byggja frístundabyggð við Úlfljótsvatn.
Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira