Áheit að upphæð rúmlega 22 milljónir króna, sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis síðastliðinn laugardag, hafa verið afhent 55 góðgerðafélögum. Það voru starfsmenn Glitnis sem afhentu fulltrúum félaganna áheitaféð í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Alls tóku 502 starfsmenn Glitnis þátt í maraþoninu auk fjölda ættingja og vina. Hver og einn réð því hve langa vegalengd hann lagði að baki og hvaða góðgerðafélag hann styrkti en bankinn hét á hópinn að greiða 3.000 krónur fyrir hvern hlaupinn kílómetra.