Láta drauminn rætast 26. ágúst 2006 08:30 Blaðamannafundurinn í gær Þróunaraðstoð Íslendinga í Malaví hefur borið mikinn árangur, að sögn ÞSSÍ, og vonast stofnunin til að starf hjónanna muni bæta um betur. MYND/ANTON Hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og Sigurður Guðmundsson landlæknir fara um miðjan október í ársferð til Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þau munu starfa við verkefnisstjórnun í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Þetta kallar ÞSSÍ fyrsta og stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi. "Ég vil fagna þessum sögulega viðburði, að við erum að senda okkar besta fólk, að öðrum ólöstuðum, til þessa verkefnis," sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í gær. "Það vill svo skemmtilega til að þau eru einnig hjón og ég veit ekki dæmi þess að önnur ríki hafi sent fólk úr sambærilegum ábyrgðarstöðum til svona starfa." Í kjölfarið las Siv upp vísur sem Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafði ort af þessu tilefni. "Ef einhver hefði sagt mér fyrir hálfu ári að við ættum eftir að flytja til Afríku og vinna þar í ár, hefði ég sagt að sá sami væri snarvitlaus," sagði Sigríður. "Við fórum til Afríku fyrr í vor og urðum mjög hugfangin af því sem fyrir augu bar." "Við vorum ekki alveg söm þegar við komum heim úr Afríkuferðinni," sagði Sigurður. "Þarna eru alvöru vandamál. Í Malaví er meðalæviskeið manna 36 ár, eitt barn deyr við hver tíu sem fæðast, alnæmistíðni er fimmtán til tuttugu prósent, tveir þriðju kvenna eru ólæsir, fólk deyr úr malaríu, kóleru, niðurgangssjúkdómum og vannæringu. Það þarf að byggja upp innviði samfélagsins til frambúðar." ÞSSÍ hefur unnið að uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í Monkey Bay frá árinu 2000. Um 110 þúsund íbúar eru á svæðinu, sem aðeins hafa aðgang að fjórum heilsugæslustöðvum og einu sjúkrahúsi. . Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir tekur við af Sigurði í fjarveru hans, en ekki er búið að velja staðgengil fyrir Sigríði, að sögn Sivjar. Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og Sigurður Guðmundsson landlæknir fara um miðjan október í ársferð til Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þau munu starfa við verkefnisstjórnun í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Þetta kallar ÞSSÍ fyrsta og stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi. "Ég vil fagna þessum sögulega viðburði, að við erum að senda okkar besta fólk, að öðrum ólöstuðum, til þessa verkefnis," sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í gær. "Það vill svo skemmtilega til að þau eru einnig hjón og ég veit ekki dæmi þess að önnur ríki hafi sent fólk úr sambærilegum ábyrgðarstöðum til svona starfa." Í kjölfarið las Siv upp vísur sem Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafði ort af þessu tilefni. "Ef einhver hefði sagt mér fyrir hálfu ári að við ættum eftir að flytja til Afríku og vinna þar í ár, hefði ég sagt að sá sami væri snarvitlaus," sagði Sigríður. "Við fórum til Afríku fyrr í vor og urðum mjög hugfangin af því sem fyrir augu bar." "Við vorum ekki alveg söm þegar við komum heim úr Afríkuferðinni," sagði Sigurður. "Þarna eru alvöru vandamál. Í Malaví er meðalæviskeið manna 36 ár, eitt barn deyr við hver tíu sem fæðast, alnæmistíðni er fimmtán til tuttugu prósent, tveir þriðju kvenna eru ólæsir, fólk deyr úr malaríu, kóleru, niðurgangssjúkdómum og vannæringu. Það þarf að byggja upp innviði samfélagsins til frambúðar." ÞSSÍ hefur unnið að uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í Monkey Bay frá árinu 2000. Um 110 þúsund íbúar eru á svæðinu, sem aðeins hafa aðgang að fjórum heilsugæslustöðvum og einu sjúkrahúsi. . Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir tekur við af Sigurði í fjarveru hans, en ekki er búið að velja staðgengil fyrir Sigríði, að sögn Sivjar.
Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira