Láta drauminn rætast 26. ágúst 2006 08:30 Blaðamannafundurinn í gær Þróunaraðstoð Íslendinga í Malaví hefur borið mikinn árangur, að sögn ÞSSÍ, og vonast stofnunin til að starf hjónanna muni bæta um betur. MYND/ANTON Hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og Sigurður Guðmundsson landlæknir fara um miðjan október í ársferð til Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þau munu starfa við verkefnisstjórnun í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Þetta kallar ÞSSÍ fyrsta og stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi. "Ég vil fagna þessum sögulega viðburði, að við erum að senda okkar besta fólk, að öðrum ólöstuðum, til þessa verkefnis," sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í gær. "Það vill svo skemmtilega til að þau eru einnig hjón og ég veit ekki dæmi þess að önnur ríki hafi sent fólk úr sambærilegum ábyrgðarstöðum til svona starfa." Í kjölfarið las Siv upp vísur sem Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafði ort af þessu tilefni. "Ef einhver hefði sagt mér fyrir hálfu ári að við ættum eftir að flytja til Afríku og vinna þar í ár, hefði ég sagt að sá sami væri snarvitlaus," sagði Sigríður. "Við fórum til Afríku fyrr í vor og urðum mjög hugfangin af því sem fyrir augu bar." "Við vorum ekki alveg söm þegar við komum heim úr Afríkuferðinni," sagði Sigurður. "Þarna eru alvöru vandamál. Í Malaví er meðalæviskeið manna 36 ár, eitt barn deyr við hver tíu sem fæðast, alnæmistíðni er fimmtán til tuttugu prósent, tveir þriðju kvenna eru ólæsir, fólk deyr úr malaríu, kóleru, niðurgangssjúkdómum og vannæringu. Það þarf að byggja upp innviði samfélagsins til frambúðar." ÞSSÍ hefur unnið að uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í Monkey Bay frá árinu 2000. Um 110 þúsund íbúar eru á svæðinu, sem aðeins hafa aðgang að fjórum heilsugæslustöðvum og einu sjúkrahúsi. . Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir tekur við af Sigurði í fjarveru hans, en ekki er búið að velja staðgengil fyrir Sigríði, að sögn Sivjar. Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og Sigurður Guðmundsson landlæknir fara um miðjan október í ársferð til Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þau munu starfa við verkefnisstjórnun í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Þetta kallar ÞSSÍ fyrsta og stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi. "Ég vil fagna þessum sögulega viðburði, að við erum að senda okkar besta fólk, að öðrum ólöstuðum, til þessa verkefnis," sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í gær. "Það vill svo skemmtilega til að þau eru einnig hjón og ég veit ekki dæmi þess að önnur ríki hafi sent fólk úr sambærilegum ábyrgðarstöðum til svona starfa." Í kjölfarið las Siv upp vísur sem Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafði ort af þessu tilefni. "Ef einhver hefði sagt mér fyrir hálfu ári að við ættum eftir að flytja til Afríku og vinna þar í ár, hefði ég sagt að sá sami væri snarvitlaus," sagði Sigríður. "Við fórum til Afríku fyrr í vor og urðum mjög hugfangin af því sem fyrir augu bar." "Við vorum ekki alveg söm þegar við komum heim úr Afríkuferðinni," sagði Sigurður. "Þarna eru alvöru vandamál. Í Malaví er meðalæviskeið manna 36 ár, eitt barn deyr við hver tíu sem fæðast, alnæmistíðni er fimmtán til tuttugu prósent, tveir þriðju kvenna eru ólæsir, fólk deyr úr malaríu, kóleru, niðurgangssjúkdómum og vannæringu. Það þarf að byggja upp innviði samfélagsins til frambúðar." ÞSSÍ hefur unnið að uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í Monkey Bay frá árinu 2000. Um 110 þúsund íbúar eru á svæðinu, sem aðeins hafa aðgang að fjórum heilsugæslustöðvum og einu sjúkrahúsi. . Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir tekur við af Sigurði í fjarveru hans, en ekki er búið að velja staðgengil fyrir Sigríði, að sögn Sivjar.
Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira