Erfitt verkefni framundan 27. ágúst 2006 07:30 Ólafur Þ. Harðarson „Það vekur athygli að Framsóknarflokkurinn er enn með svipað fylgi, svo flokksþing þeirra hefur ekkert híft flokkinn upp. Framsókn á erfiðan vetur fyrir höndum ef þeir eiga að ná kosningafylginu,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hann segir niðurstöðu könnunarinnar ekki vera góða fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segir teikn á lofti um að stjórnin haldi ekki velli í næstu alþingiskosninum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirleitt fengið hærra í könnunum en í kosningum. Fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu er nánast jafnt, eins og það hefur verið allt kjörtímabilið. Það gæti bent til þess að stjórnin haldi ekki velli í næstu kosningum,“ segir Ólafur. „Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa nær alltaf haft tvo þriðju atkvæða. Það sem við sjáum núna er að þeir eru einungis með um helming atkvæða og gætu misst meirihluta eftir kosningar. Það var óhugsandi lengst af síðustu öld,“ bætir hann við. Ólafur segir útkomuna góða fyrir Vinstri græn en bendir á að þau fái oft meira fylgi í könnunum en kemur upp úr kjörkössum. Annað eigi við um Frjálslynda flokkinn sem mælist oft lægri í könnunum en í kosningum. Útkoma könnunarinnar er ekki góð fyrir Samfylkinguna að mati Ólafs. „Samfylkingin er talsvert undir kosningafylginu, sem er ekki gott fyrir stjórnarandstöðuflokk,“ segir Ólafur. Hann bendir þó á að langt sé í kosningar og forspárgildi könnunar núna hafi lítið gildi. Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Það vekur athygli að Framsóknarflokkurinn er enn með svipað fylgi, svo flokksþing þeirra hefur ekkert híft flokkinn upp. Framsókn á erfiðan vetur fyrir höndum ef þeir eiga að ná kosningafylginu,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hann segir niðurstöðu könnunarinnar ekki vera góða fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segir teikn á lofti um að stjórnin haldi ekki velli í næstu alþingiskosninum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirleitt fengið hærra í könnunum en í kosningum. Fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu er nánast jafnt, eins og það hefur verið allt kjörtímabilið. Það gæti bent til þess að stjórnin haldi ekki velli í næstu kosningum,“ segir Ólafur. „Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa nær alltaf haft tvo þriðju atkvæða. Það sem við sjáum núna er að þeir eru einungis með um helming atkvæða og gætu misst meirihluta eftir kosningar. Það var óhugsandi lengst af síðustu öld,“ bætir hann við. Ólafur segir útkomuna góða fyrir Vinstri græn en bendir á að þau fái oft meira fylgi í könnunum en kemur upp úr kjörkössum. Annað eigi við um Frjálslynda flokkinn sem mælist oft lægri í könnunum en í kosningum. Útkoma könnunarinnar er ekki góð fyrir Samfylkinguna að mati Ólafs. „Samfylkingin er talsvert undir kosningafylginu, sem er ekki gott fyrir stjórnarandstöðuflokk,“ segir Ólafur. Hann bendir þó á að langt sé í kosningar og forspárgildi könnunar núna hafi lítið gildi.
Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira