Íslandssafn í Sognafirði 27. ágúst 2006 09:00 Ásgeir Ásgeirsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í Þingvallanefnd, leggur til að ríkisstjórn Íslands hafi frumkvæði gagnvart ríkisstjórn Noregs, um stofnun safns í Sognafirði í Noregi til að lyfta minningu áa okkar sem námu Ísland frá þessum stað, eins og Össur orðaði það í samtali við Fréttablaðið. Hann er nýkominn úr stuttri heimsókn til Gulen í Sognafirði en þar starfaði Gulaþing hið forna. Frá þeim slóðum komu landnámsmenn Íslands og var skyldleiki með Gulaþingi og Alþingi Íslendinga á Þingvöllum. Einnig var skyldleiki þinganna tveggja við hið þriðja, Tynwall á eyjunni Mön, og vilja forsvarsmenn Gulaþings efna til samstarfs þinganna þriggja. Össur fór utan til viðræðna við heimamenn sem fulltrúi Þingvallanefndar. Þeir vilja koma þessu á kortið sem sameiginlegri táknmynd um þróun lýðræðishefðar, sagði Össur um hugmyndir Norðmannanna. Össur er fráleitt fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn sem sækir Sognafjörð heim. Ásgeir Ásgeirsson kom þarna á skipi 1951. Hann sigldi fram hjá lítilli bryggju en átti samkvæmt dagskrá ekki að fara í land. Heimamenn höfðu látið barnakórinn æfa íslenska þjóðsönginn og Ásgeir hreifst svo af söngnum að hann skipaði svo fyrir að skipinu skyldi snúið að bryggju. Hann dvaldi þar lengi dags og þjóðsagan í Sognafirðinum segir að hann hafi sett norska mold í silfuröskjur og haft með sér til Bessastaða. Nokkrum árum síðar voru 30 Íslendingar á ferð á sömu slóðum, undir forystu Bjarna Benediktssonar þingmanns, síðar forsætisráðherra. Á nákvæmlega sama stað voru þeir sæddir í land, nú af angurværum harmonikkuleik. Tveir merkir stjórnmálaskörungar tengjast því þessum stað, segir Össur. Vilji hans stendur til að Íslendingar og Norðmenn treysti böndin. Þessar frændþjóðir eiga alltaf í deilum. Nú á að setja þær niður og taka ákvörðun um, af hálfu ríkisstjórnanna, að opna safn í Sognafirðinum. Það væri tilvalið að gera það þegar við loksins klárum hið erfiða deiluefni sem samningurinn um norsk-íslensku síldina er en það hlýtur að gerast á næsta ári. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í Þingvallanefnd, leggur til að ríkisstjórn Íslands hafi frumkvæði gagnvart ríkisstjórn Noregs, um stofnun safns í Sognafirði í Noregi til að lyfta minningu áa okkar sem námu Ísland frá þessum stað, eins og Össur orðaði það í samtali við Fréttablaðið. Hann er nýkominn úr stuttri heimsókn til Gulen í Sognafirði en þar starfaði Gulaþing hið forna. Frá þeim slóðum komu landnámsmenn Íslands og var skyldleiki með Gulaþingi og Alþingi Íslendinga á Þingvöllum. Einnig var skyldleiki þinganna tveggja við hið þriðja, Tynwall á eyjunni Mön, og vilja forsvarsmenn Gulaþings efna til samstarfs þinganna þriggja. Össur fór utan til viðræðna við heimamenn sem fulltrúi Þingvallanefndar. Þeir vilja koma þessu á kortið sem sameiginlegri táknmynd um þróun lýðræðishefðar, sagði Össur um hugmyndir Norðmannanna. Össur er fráleitt fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn sem sækir Sognafjörð heim. Ásgeir Ásgeirsson kom þarna á skipi 1951. Hann sigldi fram hjá lítilli bryggju en átti samkvæmt dagskrá ekki að fara í land. Heimamenn höfðu látið barnakórinn æfa íslenska þjóðsönginn og Ásgeir hreifst svo af söngnum að hann skipaði svo fyrir að skipinu skyldi snúið að bryggju. Hann dvaldi þar lengi dags og þjóðsagan í Sognafirðinum segir að hann hafi sett norska mold í silfuröskjur og haft með sér til Bessastaða. Nokkrum árum síðar voru 30 Íslendingar á ferð á sömu slóðum, undir forystu Bjarna Benediktssonar þingmanns, síðar forsætisráðherra. Á nákvæmlega sama stað voru þeir sæddir í land, nú af angurværum harmonikkuleik. Tveir merkir stjórnmálaskörungar tengjast því þessum stað, segir Össur. Vilji hans stendur til að Íslendingar og Norðmenn treysti böndin. Þessar frændþjóðir eiga alltaf í deilum. Nú á að setja þær niður og taka ákvörðun um, af hálfu ríkisstjórnanna, að opna safn í Sognafirðinum. Það væri tilvalið að gera það þegar við loksins klárum hið erfiða deiluefni sem samningurinn um norsk-íslensku síldina er en það hlýtur að gerast á næsta ári.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira