Fylkismenn komnir í bullandi fallbaráttuslag 28. ágúst 2006 11:30 sigurmarkið Barry Smith fagnar hér marki sínu í Árbænum. MYND/Anton Fylkismenn eru í miklum vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn Valsmönnum á heimavelli í gær. Liðið hefur ekki náð miklu úr síðustu leikjum sínum og af leik liðsins að dæma í gær er það einfaldlega ekki líklegt til frekari afreka á vellinum í haust. Valsmenn einbeittu sér að varnarleiknum í gær og uppskáru dýrmæt þrjú stig. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og komum betur inn í leikinn í seinni hálfleik og stjórnuðum honum að miklu leyti,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, og var heldur niðurlútur að leik loknum. „Við bara nýttum ekki þau færi sem við fengum í leiknum til að skora mark og er það ekki í fyrsta skiptið í sumar. Við spiluðum ekki vel í dag en við mættum liði sem leggur áherslu á að drepa leikinn niður, hanga til baka og grenja í grasinu. Ég hef aldrei mætt jafn slæmu liði hvað þetta varðar áður. En þeir komust upp með þetta og unnu leikinn. Þetta greinilega virkar fyrir þá,“ sagði Leifur. Það er óvarlega áætlað að segja að leikur Fylkis og Vals hafi verið einn versti leikur sumarsins. Það var hreint með ólíkindum að sjá leikmenn beggja liða framkvæma hvert klúðrið á fætur öðru enda bauð spil og samleikur manna ekki upp á mikið. Síendurteknar háloftasendingar og illa útfært miðjuspil var einkennandi fyrir leikinn sem og klaufagangur sóknarmanna þegar upp að marki andstæðingsins var komið. Átti þetta sérstaklega við um Fylkisliðið. Valsmenn áttu nokkrar ágætar sóknir í leiknum og var Matthías Guðmundsson nærri því að skora í þau skipti. Það var þó varnarmaðurinn Barry Smith sem skoraði eina mark leiksins þegar Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, kýldi boltann beint fyrir framan fætur hans í glórulausu úthlaupi. Smith skoraði í autt markið. Fjalar átti reyndar afleitan dag og var stálheppinn að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig og einnig var hann í tvígang afar nálægt því að handleika knöttinn utan vítateigs. Bjarni Halldórsson varamarkvörður átti fína innkomu í síðasta leik Fylkis og hlýtur að gera tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik. Gamli Fylkismaðurinn hinum megin á vellinum, Kjartan Sturluson, steig ekki feilspor í leiknum en það reyndi heldur ekki mikið á hann. Þeir Albert Ingason og Haukur Ingi Guðnason áttu bestu færi heimamanna með skömmu millibili í síðari hálfleik en í bæði skiptin fór boltinn hárfínt fram hjá marki Vals. „Þetta var vinnusigur og afar ljúfur sigur. Nú erum við í 2. sæti og endanlega lausir við fallhættuna. Það er mikill léttir og er mikil gleði í hópnum,“ sagði Matthías Guðmundsson Valsari. „Deildin býður upp á svona leiki enda spennan mikil í neðri hluta deildarinnar. Núna ætlum við að berjast fyrir því að halda 2. sætinu.“ „Við þurfum á sigrinum að halda og var ég að vonast til að hann hefði komið í dag,“ sagði Leifur. „Við erum enn í fallhættu og þurfum við að gera okkur betur grein fyrir því.“ Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Fylkismenn eru í miklum vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn Valsmönnum á heimavelli í gær. Liðið hefur ekki náð miklu úr síðustu leikjum sínum og af leik liðsins að dæma í gær er það einfaldlega ekki líklegt til frekari afreka á vellinum í haust. Valsmenn einbeittu sér að varnarleiknum í gær og uppskáru dýrmæt þrjú stig. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og komum betur inn í leikinn í seinni hálfleik og stjórnuðum honum að miklu leyti,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, og var heldur niðurlútur að leik loknum. „Við bara nýttum ekki þau færi sem við fengum í leiknum til að skora mark og er það ekki í fyrsta skiptið í sumar. Við spiluðum ekki vel í dag en við mættum liði sem leggur áherslu á að drepa leikinn niður, hanga til baka og grenja í grasinu. Ég hef aldrei mætt jafn slæmu liði hvað þetta varðar áður. En þeir komust upp með þetta og unnu leikinn. Þetta greinilega virkar fyrir þá,“ sagði Leifur. Það er óvarlega áætlað að segja að leikur Fylkis og Vals hafi verið einn versti leikur sumarsins. Það var hreint með ólíkindum að sjá leikmenn beggja liða framkvæma hvert klúðrið á fætur öðru enda bauð spil og samleikur manna ekki upp á mikið. Síendurteknar háloftasendingar og illa útfært miðjuspil var einkennandi fyrir leikinn sem og klaufagangur sóknarmanna þegar upp að marki andstæðingsins var komið. Átti þetta sérstaklega við um Fylkisliðið. Valsmenn áttu nokkrar ágætar sóknir í leiknum og var Matthías Guðmundsson nærri því að skora í þau skipti. Það var þó varnarmaðurinn Barry Smith sem skoraði eina mark leiksins þegar Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, kýldi boltann beint fyrir framan fætur hans í glórulausu úthlaupi. Smith skoraði í autt markið. Fjalar átti reyndar afleitan dag og var stálheppinn að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig og einnig var hann í tvígang afar nálægt því að handleika knöttinn utan vítateigs. Bjarni Halldórsson varamarkvörður átti fína innkomu í síðasta leik Fylkis og hlýtur að gera tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik. Gamli Fylkismaðurinn hinum megin á vellinum, Kjartan Sturluson, steig ekki feilspor í leiknum en það reyndi heldur ekki mikið á hann. Þeir Albert Ingason og Haukur Ingi Guðnason áttu bestu færi heimamanna með skömmu millibili í síðari hálfleik en í bæði skiptin fór boltinn hárfínt fram hjá marki Vals. „Þetta var vinnusigur og afar ljúfur sigur. Nú erum við í 2. sæti og endanlega lausir við fallhættuna. Það er mikill léttir og er mikil gleði í hópnum,“ sagði Matthías Guðmundsson Valsari. „Deildin býður upp á svona leiki enda spennan mikil í neðri hluta deildarinnar. Núna ætlum við að berjast fyrir því að halda 2. sætinu.“ „Við þurfum á sigrinum að halda og var ég að vonast til að hann hefði komið í dag,“ sagði Leifur. „Við erum enn í fallhættu og þurfum við að gera okkur betur grein fyrir því.“
Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira