Tvö töpuð stig hjá Breiðablik 28. ágúst 2006 14:00 Það var frítt í Kaplakrikann í gær og var engu líkara en leikmenn tækju það sem svo að þeir ættu ekki að bjóða áhorfendum upp á nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu 20 mínútur leiksins eru hugsanlega einhverjar leiðinlegustu mínútur í sögu Landsbankadeildarinnar. Það gerðist nákvæmlega ekki neitt þessar mínútur og bestu tilþrifin átti Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH, þegar hann sporðrenndi einni pylsu með öllu á listilegan hátt og var rétt rúma mínútu að verkinu. Vel að verki staðið hjá sendiherranum. Eins gaman og það var að fylgjast með honum var jafn sorglegt að fylgjast með úrvalsdeildarleikmönnum eiga í vandræðum með 3 metra sendingar. Þetta var í einu orði sagt grátlegt. Fyrsta skottilraun leiksins kom á 21. mínútu þegar Olgeir Sigurgeirsson skaut yfir FH-markið. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Blikar tóku forystuna sex mínútum fyrir hlé. Árni Kristinn átti þá góðan sprett upp hægri kantinn, hann renndi boltanum á Olgeir sem skoraði með laglegu innanfótarskoti. Þegar rúmur klukkutími var liðinn fengu Blikar tvö dauðafæri sem nýttust ekki og það átti eftir að koma í bakið á þeim. Eftir færin ákváðu Blikar einhverra hluta vegna að pakka í vörn. Furðuleg ákvörðun því þeir voru með leikinn í höndunum. FH byrjaði að stýra umferðinni en skapaði ekki neitt af viti og eina hættan kom úr langskotum. Undir lokin komu dauðakippir hjá FH. Tommy Nielsen fékk dauðafæri á 88. mínútu og jöfnunarmarkið lá í loftinu. Það kom í uppbótartíma þegar varamaðurinn Allan Dyring, sem hefur meira minnt á langhlaupara en knattspyrnumann í sumar, skallaði í netið eftir hornspyrnu. Blikar ætluðu allan tímann að liggja til baka og þeirra leikaðferð gekk nánast upp. Hjörvar var öruggur í markinu, Guðmann frábær í miðri vörninni og Olgeir drifkafturinn þar fyrir framan. Meiri trú vantaði á eigin getu og hefði hún verið til staðar hefðu Blikar stungið af með öll stigin í pokanum. FH-ingar voru mjög slakir í þessum leik en fá samt stig og það segir sitt um liðið. Það hefur mikil deyfð verið yfir FH síðustu vikur og leikmenn virðast hafa takmarkaðan áhuga á verkefninu. Vissulega getur verið erfitt að mótivera sig þar sem liðið er löngu búið að klára mótið en tvö stig í fimm leikjum er ekki sæmandi fyrir meistara. Þegar leikmenn nenna vart að tækla og fórna sér fyrir stigin þá fá stuðningsmennirnir ástæðu til að kvarta. Það er verk Ólafs þjálfara að fá menn aftur á tærnar fyrir leikinn gegn ÍBV. Við þennan leik verður ekki skilið án þess að minnast á frammistöðu Ólafs Ragnarssonar dómara sem dæmdi frábærlega fyrir utan atvik undir lokin er hann skorti kjark til að henda Dennis Siim af velli. Íþróttir Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Það var frítt í Kaplakrikann í gær og var engu líkara en leikmenn tækju það sem svo að þeir ættu ekki að bjóða áhorfendum upp á nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu 20 mínútur leiksins eru hugsanlega einhverjar leiðinlegustu mínútur í sögu Landsbankadeildarinnar. Það gerðist nákvæmlega ekki neitt þessar mínútur og bestu tilþrifin átti Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH, þegar hann sporðrenndi einni pylsu með öllu á listilegan hátt og var rétt rúma mínútu að verkinu. Vel að verki staðið hjá sendiherranum. Eins gaman og það var að fylgjast með honum var jafn sorglegt að fylgjast með úrvalsdeildarleikmönnum eiga í vandræðum með 3 metra sendingar. Þetta var í einu orði sagt grátlegt. Fyrsta skottilraun leiksins kom á 21. mínútu þegar Olgeir Sigurgeirsson skaut yfir FH-markið. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Blikar tóku forystuna sex mínútum fyrir hlé. Árni Kristinn átti þá góðan sprett upp hægri kantinn, hann renndi boltanum á Olgeir sem skoraði með laglegu innanfótarskoti. Þegar rúmur klukkutími var liðinn fengu Blikar tvö dauðafæri sem nýttust ekki og það átti eftir að koma í bakið á þeim. Eftir færin ákváðu Blikar einhverra hluta vegna að pakka í vörn. Furðuleg ákvörðun því þeir voru með leikinn í höndunum. FH byrjaði að stýra umferðinni en skapaði ekki neitt af viti og eina hættan kom úr langskotum. Undir lokin komu dauðakippir hjá FH. Tommy Nielsen fékk dauðafæri á 88. mínútu og jöfnunarmarkið lá í loftinu. Það kom í uppbótartíma þegar varamaðurinn Allan Dyring, sem hefur meira minnt á langhlaupara en knattspyrnumann í sumar, skallaði í netið eftir hornspyrnu. Blikar ætluðu allan tímann að liggja til baka og þeirra leikaðferð gekk nánast upp. Hjörvar var öruggur í markinu, Guðmann frábær í miðri vörninni og Olgeir drifkafturinn þar fyrir framan. Meiri trú vantaði á eigin getu og hefði hún verið til staðar hefðu Blikar stungið af með öll stigin í pokanum. FH-ingar voru mjög slakir í þessum leik en fá samt stig og það segir sitt um liðið. Það hefur mikil deyfð verið yfir FH síðustu vikur og leikmenn virðast hafa takmarkaðan áhuga á verkefninu. Vissulega getur verið erfitt að mótivera sig þar sem liðið er löngu búið að klára mótið en tvö stig í fimm leikjum er ekki sæmandi fyrir meistara. Þegar leikmenn nenna vart að tækla og fórna sér fyrir stigin þá fá stuðningsmennirnir ástæðu til að kvarta. Það er verk Ólafs þjálfara að fá menn aftur á tærnar fyrir leikinn gegn ÍBV. Við þennan leik verður ekki skilið án þess að minnast á frammistöðu Ólafs Ragnarssonar dómara sem dæmdi frábærlega fyrir utan atvik undir lokin er hann skorti kjark til að henda Dennis Siim af velli.
Íþróttir Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira