Chelsea vann góðan útisigur á Blackburn í gær 28. ágúst 2006 10:45 frank lampard Sést hér skora fyrra mark Chelsea úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á John Terry. MYND/Getty Chelsea gerði góða ferð til Blackburn í gær og vann 2-0 sigur. Frank Lampard skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu og Didier Drogba, sem komið hafði inn á sem varamaður í leiknum, innsiglaði sigurinn undir lokinn. Mér fannst John Terry falla frekar auðveldlega. Þessi vítaspyrnudómur breytti algjörlega gangi leiksins. Ef þetta á alltaf að vera svona þá fáum við þrjár vítaspyrnur á okkur í hverjum leik. Þetta var engin vítaspyrna, sagði Mark Hughes, framkvæmdastjóri Blackburn, allt annað en sáttur við dómarinn. Mér fannst þetta vera vítaspyrna. Dómarinn sá að Andre Ooijer hélt um mig með báðum höndum svo þetta var pottþétt vítaspyrna, sagði John Terry, fyrirliði Chelsea, eftir leikinn. Það var mjög mikilvægt að fá þessi þrjú stig hérna í dag, sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea. Blackburn er ekki auðveldasti staðurinn til að koma á eftir tapleik af því að liðsmenn eru mjög erfiðir andstæðingar. Þeir eru mjög sterkir heima fyrir og gáfu okkur lítið pláss til að spila boltanum í fyrri hálfleik. Við hins vegar stjórnuðum miðjunni í síðari hálfleik, sagði ánægður stjóri Chelsea, Jose Mourinho. Í hinum leik gærdagsins áttust við Aston Villa og Newcastle á Villa Park. Luke Moore kom Aston Villa yfir strax á annarri mínútu og það var svo Juan Pablo Angel sem skoraði annað markið og þar við sat. 2-0 sigur Aston Villa var staðreynd. Ég hef í raun ekki gert neitt. Leikmennirnir hafa alfarið séð um þetta sjálfir. Það er góður andi í liðinu og leikmennirnir vilja spila góðan fótbolta, sagði Martin ONeill, stjóri Aston Villa, eftir leikinn í gær. Við lékum illa á köflum og við lékum líka vel á köflum í leiknum en það voru sumir leikmenn sem ollu mér vonbrigðum. Ég hef aldrei þurft að segja það áður. Við höfum núna tvær vikur til að laga þessa hluti og vonandi verða komnir nýir leikmenn til félagsins fyrir fimmtudaginn, sagði Glenn Roeder, framkvæmdastjóri Newcastle. Nýjasti leikmaður Newcastle, Obafemi Martins, fór meiddur af velli í gær. Íþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Sjá meira
Chelsea gerði góða ferð til Blackburn í gær og vann 2-0 sigur. Frank Lampard skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu og Didier Drogba, sem komið hafði inn á sem varamaður í leiknum, innsiglaði sigurinn undir lokinn. Mér fannst John Terry falla frekar auðveldlega. Þessi vítaspyrnudómur breytti algjörlega gangi leiksins. Ef þetta á alltaf að vera svona þá fáum við þrjár vítaspyrnur á okkur í hverjum leik. Þetta var engin vítaspyrna, sagði Mark Hughes, framkvæmdastjóri Blackburn, allt annað en sáttur við dómarinn. Mér fannst þetta vera vítaspyrna. Dómarinn sá að Andre Ooijer hélt um mig með báðum höndum svo þetta var pottþétt vítaspyrna, sagði John Terry, fyrirliði Chelsea, eftir leikinn. Það var mjög mikilvægt að fá þessi þrjú stig hérna í dag, sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea. Blackburn er ekki auðveldasti staðurinn til að koma á eftir tapleik af því að liðsmenn eru mjög erfiðir andstæðingar. Þeir eru mjög sterkir heima fyrir og gáfu okkur lítið pláss til að spila boltanum í fyrri hálfleik. Við hins vegar stjórnuðum miðjunni í síðari hálfleik, sagði ánægður stjóri Chelsea, Jose Mourinho. Í hinum leik gærdagsins áttust við Aston Villa og Newcastle á Villa Park. Luke Moore kom Aston Villa yfir strax á annarri mínútu og það var svo Juan Pablo Angel sem skoraði annað markið og þar við sat. 2-0 sigur Aston Villa var staðreynd. Ég hef í raun ekki gert neitt. Leikmennirnir hafa alfarið séð um þetta sjálfir. Það er góður andi í liðinu og leikmennirnir vilja spila góðan fótbolta, sagði Martin ONeill, stjóri Aston Villa, eftir leikinn í gær. Við lékum illa á köflum og við lékum líka vel á köflum í leiknum en það voru sumir leikmenn sem ollu mér vonbrigðum. Ég hef aldrei þurft að segja það áður. Við höfum núna tvær vikur til að laga þessa hluti og vonandi verða komnir nýir leikmenn til félagsins fyrir fimmtudaginn, sagði Glenn Roeder, framkvæmdastjóri Newcastle. Nýjasti leikmaður Newcastle, Obafemi Martins, fór meiddur af velli í gær.
Íþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu