Það neikvæða á Íslandi í dag er dómgæslan 28. ágúst 2006 14:15 lok, lok og læs Guðmann Þórisson stöðvar hér Tryggva Guðmundsson einu sinni sem oftar í gær. Það er engu líkara en að Tryggvi slái Guðmann í andlitið á myndinni. MYND/Vilhelm „Við gátum ekki neitt í dag. Ég veit ekki hvað er að gerast í hausnum á mönnum, við erum værukærir og það er bara eins og við nennum þessu ekki,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, eftir slakan leik FH-liðsins í gær. Tryggvi sagði að það jákvæða við leikinn hefði verið það að liðið hélt áfram að pressa og náði í eitt stig. „Það neikvæða á Íslandi í dag finnst mér vera dómgæslan. Ég er ekki að kenna dómaranum um tapið hérna í leiknum en ef maðurinn sér ekki að ég er dúndraður niður inni í teig, 5 eða 10 metra frá honum, þá verður hann bara að skila inn skirteininu. Þetta er ekki hægt. Það sáu þetta allir nema þetta blessaða tríó,“ sagði Tryggvi í lokin. „Það er svekkjandi að fá á sig mark í uppbótartíma en við höfum líka skorað mark í uppbótartíma og fengið stig þannig. Svona er þetta stundum,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. Ólafur tók það fram að fyrir leikinn hefði hann alveg sætt sig við eitt stig. „Við spiluðum vel í 93 mínútur og 50 sekúndur en 1 sekúnda varð til þess að við fengum eitt stig en ekki þrjú. Fyrir leikinn hefði ég þegið stigið en eins og leikurinn spilaðist þá vildi ég þrjú,“ sagði Ólafur. Breiðablik á nú 3 leiki eftir í deildinni og ljóst er að hver leikur er gríðarlega þýðingarmikill. „Næsti leikur er gegn Skagamönnum og það er leikur sem við hreinlega ætlum að vinna. Og vinnum,“ sagði kokhraustur þjálfari Breiðabliks, Ólafur H. Kristjánsson. Íþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Sjá meira
„Við gátum ekki neitt í dag. Ég veit ekki hvað er að gerast í hausnum á mönnum, við erum værukærir og það er bara eins og við nennum þessu ekki,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, eftir slakan leik FH-liðsins í gær. Tryggvi sagði að það jákvæða við leikinn hefði verið það að liðið hélt áfram að pressa og náði í eitt stig. „Það neikvæða á Íslandi í dag finnst mér vera dómgæslan. Ég er ekki að kenna dómaranum um tapið hérna í leiknum en ef maðurinn sér ekki að ég er dúndraður niður inni í teig, 5 eða 10 metra frá honum, þá verður hann bara að skila inn skirteininu. Þetta er ekki hægt. Það sáu þetta allir nema þetta blessaða tríó,“ sagði Tryggvi í lokin. „Það er svekkjandi að fá á sig mark í uppbótartíma en við höfum líka skorað mark í uppbótartíma og fengið stig þannig. Svona er þetta stundum,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. Ólafur tók það fram að fyrir leikinn hefði hann alveg sætt sig við eitt stig. „Við spiluðum vel í 93 mínútur og 50 sekúndur en 1 sekúnda varð til þess að við fengum eitt stig en ekki þrjú. Fyrir leikinn hefði ég þegið stigið en eins og leikurinn spilaðist þá vildi ég þrjú,“ sagði Ólafur. Breiðablik á nú 3 leiki eftir í deildinni og ljóst er að hver leikur er gríðarlega þýðingarmikill. „Næsti leikur er gegn Skagamönnum og það er leikur sem við hreinlega ætlum að vinna. Og vinnum,“ sagði kokhraustur þjálfari Breiðabliks, Ólafur H. Kristjánsson.
Íþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu