Leiknir hefur ekki skorað í 526 mínútur 28. ágúst 2006 09:00 Sumarið hefur verið mjög furðulegt hjá 1. deildarliði Leiknis. Liðið hóf leiktíðina mjög vel og gott gengi liðsins kom mörgum skemmtilega á óvart. Það var ekki bara að liðið væri að hala inn stig heldur skoraði það fjölda marka og flest mörk allra liða í fyrri hluta 1. deildarinnar. Það eru ólíkir tímar núna því sóknarmenn liðsins virðast hafa týnt markaskónum. Liðinu hefur ekki tekist að skora í síðustu fimm leikjum sínum og það eru 526 mínútur síðan Einar Örn Einarsson skoraði síðast fyrir liðið en það var í 2-3 tapleik gegn Fram þann 21. júlí síðastliðinn. "Þetta er ekki skemmtilegt ástand," sagði Garðar Gunnar Ásgeirsson, þjálfari Leiknis. "Það vantar ekki að menn skori á æfingum og fái færi í leikjum. Það virðist bara ekki vera hægt að koma blöðrunni yfir blessaða línuna. Það má samt ekki gleyma að við höfum haldið markinu hreinu í fjórum af þessum fimm leikjum og það er mjög jákvætt." Leiknir er í sjöunda sæti 1. deildarinnar eftir sextán leiki og svo gott sem búið að bjarga sér frá falli en aðeins eitt lið fellur úr deildinni í sumar. Það sem vekur einnig athygli við markaþurrðina er sú staðreynd að félagið hefir endurheimt markaskorarann Jakob Spangsberg á þessu tímabili en hann kom aftur frá Val og bjuggust margir við því að þá myndi mörkunum byrja að rigna en það er ekki og Jakob á enn eftir að skora fyrir liðið í sumar. "Þetta er örugglega ekkert auðvelt fyrir framherjana en ég óttast ekkert á meðan við höldum áfram að skapa okkur færi," sagði Garðar en hann segist ekki hafa íhugað að beita einhverjum óhefðbundnum aðferðum til að leysa markavandræðin. Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Sumarið hefur verið mjög furðulegt hjá 1. deildarliði Leiknis. Liðið hóf leiktíðina mjög vel og gott gengi liðsins kom mörgum skemmtilega á óvart. Það var ekki bara að liðið væri að hala inn stig heldur skoraði það fjölda marka og flest mörk allra liða í fyrri hluta 1. deildarinnar. Það eru ólíkir tímar núna því sóknarmenn liðsins virðast hafa týnt markaskónum. Liðinu hefur ekki tekist að skora í síðustu fimm leikjum sínum og það eru 526 mínútur síðan Einar Örn Einarsson skoraði síðast fyrir liðið en það var í 2-3 tapleik gegn Fram þann 21. júlí síðastliðinn. "Þetta er ekki skemmtilegt ástand," sagði Garðar Gunnar Ásgeirsson, þjálfari Leiknis. "Það vantar ekki að menn skori á æfingum og fái færi í leikjum. Það virðist bara ekki vera hægt að koma blöðrunni yfir blessaða línuna. Það má samt ekki gleyma að við höfum haldið markinu hreinu í fjórum af þessum fimm leikjum og það er mjög jákvætt." Leiknir er í sjöunda sæti 1. deildarinnar eftir sextán leiki og svo gott sem búið að bjarga sér frá falli en aðeins eitt lið fellur úr deildinni í sumar. Það sem vekur einnig athygli við markaþurrðina er sú staðreynd að félagið hefir endurheimt markaskorarann Jakob Spangsberg á þessu tímabili en hann kom aftur frá Val og bjuggust margir við því að þá myndi mörkunum byrja að rigna en það er ekki og Jakob á enn eftir að skora fyrir liðið í sumar. "Þetta er örugglega ekkert auðvelt fyrir framherjana en ég óttast ekkert á meðan við höldum áfram að skapa okkur færi," sagði Garðar en hann segist ekki hafa íhugað að beita einhverjum óhefðbundnum aðferðum til að leysa markavandræðin.
Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira