Samningar náðust um sáttmála Sameinuðu þjóðanna í málefnum fatlaðra á föstudag en viðræður um hann hafa tekið um fimm ár að sögn Helga Hjörvar sem sæti á í íslensku sendinefndinni. Sáttmálinn er af sama toga og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.
„Sáttmálinn öðlast svo gildi þegar nægilegur fjöldi þátttökuþjóða hefur staðfest hann, það verður vonandi innan tveggja eða þriggja ára og hann nær þá til réttindahóps sem um 650 milljónir manna fylla,“ segir Helgi.