Ófaglærðir ráðnir til starfa 28. ágúst 2006 06:45 Lenda í ýmsu Störf lögreglumanna eru krefjandi andlega og líkamlega en laun þeirra endurspegla það ekki. MYND/Stefán "Ég fullyrði að slíkt tíðkast hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi og er til háborinnar skammar," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Mikill skortur er á fagmenntuðum lögreglumönnum, sérstaklega í Reykjavík, og getur nánast hver sem er sótt um starf og fengið án þess að hljóta til þess nokkra menntun. Þetta gagnrýnir Páll harðlega og fullyrðir að slík vinnubrögð tíðkist aðeins hérlendis. Margir þeir sem klári nám við Lögregluskólann hverfi fljótlega til annarra starfa og telur Páll allnokkrar ástæður fyrir því. "Lág laun fyrir erfiða vinnu er líklegast stærsta ástæðan að mínu mati enda laun lögreglumanna skammarlega lág. Önnur ástæða er eflaust sú að fólk á misgott með að læra að taka á því sem fyrir getur komið í starfinu og það kemur ekki í ljós fyrr en á reynir. En það er dapurlegt að vita að ófaglært fólk starfi sem lögreglumenn því starfið er afar krefjandi og það þarf að stunda af mikilli fagmennsku. Laun lögreglumanna þurfa að hækka svo hægt verði að ráða til starfans menntað fólk sem hefur vilja og metnað til að stunda þessi erfiðu störf." Mánaðartekjur lögreglumanns á fyrsta ári sem útskrifaður er úr lögregluskólanum eru í dag tæpar 170 þúsund krónur að meðaltali og laun lögreglumanns eftir fimmtán ára starf eru kringum 250 þúsund krónur á mánuði. Innlent Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
"Ég fullyrði að slíkt tíðkast hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi og er til háborinnar skammar," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Mikill skortur er á fagmenntuðum lögreglumönnum, sérstaklega í Reykjavík, og getur nánast hver sem er sótt um starf og fengið án þess að hljóta til þess nokkra menntun. Þetta gagnrýnir Páll harðlega og fullyrðir að slík vinnubrögð tíðkist aðeins hérlendis. Margir þeir sem klári nám við Lögregluskólann hverfi fljótlega til annarra starfa og telur Páll allnokkrar ástæður fyrir því. "Lág laun fyrir erfiða vinnu er líklegast stærsta ástæðan að mínu mati enda laun lögreglumanna skammarlega lág. Önnur ástæða er eflaust sú að fólk á misgott með að læra að taka á því sem fyrir getur komið í starfinu og það kemur ekki í ljós fyrr en á reynir. En það er dapurlegt að vita að ófaglært fólk starfi sem lögreglumenn því starfið er afar krefjandi og það þarf að stunda af mikilli fagmennsku. Laun lögreglumanna þurfa að hækka svo hægt verði að ráða til starfans menntað fólk sem hefur vilja og metnað til að stunda þessi erfiðu störf." Mánaðartekjur lögreglumanns á fyrsta ári sem útskrifaður er úr lögregluskólanum eru í dag tæpar 170 þúsund krónur að meðaltali og laun lögreglumanns eftir fimmtán ára starf eru kringum 250 þúsund krónur á mánuði.
Innlent Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira