Hundruð erlendra manna óskráð 28. ágúst 2006 07:15 Vilhjálmur Birgisson Þjóðskráin afgreiðir um eitthundrað nýjar kennitölur fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækja á hverjum degi og hefur samt ekki undan. Sex til átta vikur tekur að afgreiða kennitölurnar. Lögum samkvæmt á að gera það á tíu virkum dögum. Nýju lögin, sem sett voru 1. maí, halda hvorki vatni né vindum. Eftirlit átti að vera með því hversu margir erlendir starfsmenn kæmu til landsins en enginn veit hversu margir útlendingarnir eru, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Fyrirtæki eiga að skila ráðningarsamningum við erlenda starfsmenn til Vinnumálastofnunar innan tíu daga frá því starfsmaðurinn hefur störf en gera ekki. Fyrirtækin geta ekki heldur staðið skil á staðgreiðslu skatta þegar kennitölu vantar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir nokkuð til í gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar en unnið sé ötullega að lausn málsins. Fulltrúar Vinnumálastofnunar eigi þessa dagana fundi með starfsmönnum Þjóðskrárinnar og skattyfirvalda. Í byrjun september eigum við von á að geta samkeyrt skrár og kennitölur til að finna út hverjir fá greidd laun án þess að vera skráðir. Höfuðmáli skiptir að vinnuveitendur sem leggja inn ósk um kennitölu sendi okkur afrit af ráðningarsamningi en þeir virðast ekki gera það, segir Gissur. Hann tekur fram að töf á afgreiðslu kennitölu gefi vinnuveitendum ekki rétt á að bíða með að senda inn ráðningarsamning en vinnuveitendur virðist hafa misskilið þetta. Áhyggjur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um að svört atvinnustarfsemi hafi eða muni aukast vegna ástandsins hjá hinu opinbera. Gissur segir hægt að leiða líkur að því að þeir skipti hundruðum erlendu starfsmennirnir sem hafi verið óskráðir hér á landi í sumar. Við höfum þetta ekki fast í hendi. Vinnumálastofnun hefur heimild til að grípa til dagsekta sé ekki farið að lögum. Gissur segir að ekki hafi verið tilefni til að grípa til þessarar heimildar en ekki sé útilokað að það verði gert þegar stofnunin hafi fengið fullvissu sína um að tilkynningarskyldan sé öllum skýr. Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Þjóðskráin afgreiðir um eitthundrað nýjar kennitölur fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækja á hverjum degi og hefur samt ekki undan. Sex til átta vikur tekur að afgreiða kennitölurnar. Lögum samkvæmt á að gera það á tíu virkum dögum. Nýju lögin, sem sett voru 1. maí, halda hvorki vatni né vindum. Eftirlit átti að vera með því hversu margir erlendir starfsmenn kæmu til landsins en enginn veit hversu margir útlendingarnir eru, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Fyrirtæki eiga að skila ráðningarsamningum við erlenda starfsmenn til Vinnumálastofnunar innan tíu daga frá því starfsmaðurinn hefur störf en gera ekki. Fyrirtækin geta ekki heldur staðið skil á staðgreiðslu skatta þegar kennitölu vantar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir nokkuð til í gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar en unnið sé ötullega að lausn málsins. Fulltrúar Vinnumálastofnunar eigi þessa dagana fundi með starfsmönnum Þjóðskrárinnar og skattyfirvalda. Í byrjun september eigum við von á að geta samkeyrt skrár og kennitölur til að finna út hverjir fá greidd laun án þess að vera skráðir. Höfuðmáli skiptir að vinnuveitendur sem leggja inn ósk um kennitölu sendi okkur afrit af ráðningarsamningi en þeir virðast ekki gera það, segir Gissur. Hann tekur fram að töf á afgreiðslu kennitölu gefi vinnuveitendum ekki rétt á að bíða með að senda inn ráðningarsamning en vinnuveitendur virðist hafa misskilið þetta. Áhyggjur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um að svört atvinnustarfsemi hafi eða muni aukast vegna ástandsins hjá hinu opinbera. Gissur segir hægt að leiða líkur að því að þeir skipti hundruðum erlendu starfsmennirnir sem hafi verið óskráðir hér á landi í sumar. Við höfum þetta ekki fast í hendi. Vinnumálastofnun hefur heimild til að grípa til dagsekta sé ekki farið að lögum. Gissur segir að ekki hafi verið tilefni til að grípa til þessarar heimildar en ekki sé útilokað að það verði gert þegar stofnunin hafi fengið fullvissu sína um að tilkynningarskyldan sé öllum skýr.
Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira