Baráttan innan Samfylkingar Björn Ingi Hrafnsson skrifar 5. september 2006 05:15 Það er skynsamlegt hjá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að tilkynna strax um framboð sitt. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því ákveðið var að viðhafa opið stuðningsmannaprófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og þar til Steinunn Valdís sendi frá sér yfirlýsingu um að hún byði sig fram til forystusætis. Þar með getur enginn sakað hana um að fara fram gegn einhverjum einum þingmanni eða þingkonu í prófkjörinu, því hún var fyrst fram á sviðið og slíkar tímasetningar geta einmitt ráðið úrslitum í heimi stjórnmálanna. Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið í prófkjörinu og það þýðir að hún ætlar sér 2. sætið á öðrum framboðslistanum hjá flokknum í borginni. Við skulum því gefa okkur að hún telji öruggt að fyrir framan sig á listanum verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem enn sem fyrr er talin ógnarsterk í prófkjörum. Samfylkingin fékk átta þingmenn í borginni í síðustu alþingiskosningum, fjóra í hvoru kjördæmi og telja fæstir að útkoman verði svo góð næsta vor. Er fremur talið líklegt að fimm til sjö þingmenn náist og það þýðir að ansi þröngt verður um marga núverandi þingmenn, t.d. Mörð Árnason, Helga Hjörvar, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, að ekki sé minnst á núverandi varaformann Samfylkingarinnar Ágúst Ólaf Ágústsson sem satt að segja gæti átt í verulegum vandræðum með að ná kjöri á eigin flokkslista, hvað þá aftur inn á þing. Spurningin er líka hvort Steinunn Valdís verði sú eina sem geri tilkall inn á lista Samfylkingarinnar. Hvað mun t.d. Stefán Jón Hafstein gera? Eiríkur Bergmann Einarsson, Kristrún Heimisdóttir og Árni Páll Árnason munu víst líka vera að hugsa sinn gang og ég teldi reyndar að Árni Páll myndi vera Samfylkingunni geysilegur liðsauki. En ekkert af þessu fólki er ný stærð í pólitík eða óvænt stjarna, eins og margir Samfylkingarmenn vilja tefla fram. Leitin að slíkri stærð stendur því áfram yfir og þess vegna mun enn þrengja að þingmönnum og þingkonum á næstu dögum og vikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er skynsamlegt hjá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að tilkynna strax um framboð sitt. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því ákveðið var að viðhafa opið stuðningsmannaprófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og þar til Steinunn Valdís sendi frá sér yfirlýsingu um að hún byði sig fram til forystusætis. Þar með getur enginn sakað hana um að fara fram gegn einhverjum einum þingmanni eða þingkonu í prófkjörinu, því hún var fyrst fram á sviðið og slíkar tímasetningar geta einmitt ráðið úrslitum í heimi stjórnmálanna. Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið í prófkjörinu og það þýðir að hún ætlar sér 2. sætið á öðrum framboðslistanum hjá flokknum í borginni. Við skulum því gefa okkur að hún telji öruggt að fyrir framan sig á listanum verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem enn sem fyrr er talin ógnarsterk í prófkjörum. Samfylkingin fékk átta þingmenn í borginni í síðustu alþingiskosningum, fjóra í hvoru kjördæmi og telja fæstir að útkoman verði svo góð næsta vor. Er fremur talið líklegt að fimm til sjö þingmenn náist og það þýðir að ansi þröngt verður um marga núverandi þingmenn, t.d. Mörð Árnason, Helga Hjörvar, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, að ekki sé minnst á núverandi varaformann Samfylkingarinnar Ágúst Ólaf Ágústsson sem satt að segja gæti átt í verulegum vandræðum með að ná kjöri á eigin flokkslista, hvað þá aftur inn á þing. Spurningin er líka hvort Steinunn Valdís verði sú eina sem geri tilkall inn á lista Samfylkingarinnar. Hvað mun t.d. Stefán Jón Hafstein gera? Eiríkur Bergmann Einarsson, Kristrún Heimisdóttir og Árni Páll Árnason munu víst líka vera að hugsa sinn gang og ég teldi reyndar að Árni Páll myndi vera Samfylkingunni geysilegur liðsauki. En ekkert af þessu fólki er ný stærð í pólitík eða óvænt stjarna, eins og margir Samfylkingarmenn vilja tefla fram. Leitin að slíkri stærð stendur því áfram yfir og þess vegna mun enn þrengja að þingmönnum og þingkonum á næstu dögum og vikum.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar