Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að ógna og ráðast á unga sambýliskonu sína. Maðurinn réðist að konunni vopnaður hnífi aðfaranótt sunnudagsins. Lögregla var kvödd að heimili konunnar í Vesturbænum og handtók manninn. Kom í ljós að konan hafði rispast við árásina en sloppið við stungusár.
Árásarmaðurinn er frá Fílabeinsströndinni. Honum er gert að sæta gæsluvarðhaldi fram á fimmtudag.
Lögreglan rannsakar meðal annars hvort maðurinn eigi sakaferil í öðrum löndum, en hann kom hingað til lands í síðasta mánuði.