Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna og EJS, umboðsaðili Dell á Íslandi, skrifuðu í liðinni viku undir samstarfssamning, en öll börn á aldrinum tíu til átján ára sem greinast með krabbamein munu fá Dell fartölvu að gjöf frá EJS.
Samningurinn, sem er til tveggja ára, skiptir sköpum fyrir þjónustu Styrktarfélagsins, en krabbameinssjúk börn eru oft fjarri skóla vegna lyfjameðferðar og munu fartölvurnar nýtast börnunum í fjarnáminu. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna varð fimmtán ára á laugardag. -