Tryggingasvikin skipta þúsundum 5. september 2006 08:00 framkvæmdastjóri hjá Sjóvá "Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu," segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Lögreglan fékk þrjú til fjögur tryggingasvikamál á sitt borð á ári á tímabilinu 2000-2004. Útilokað er að tryggingasvikin séu svo fá hér á landi. Ef tryggingasvik eru hlutfallslega jafn algeng hér á landi og í nágrannalöndunum ættu málin að vera um tvö þúsund en heildarfjöldi tjóna er um 45 þúsund í landinu öllu á ári. Það er að mati framkvæmdastjóra Sjóvár því aðeins brotabrot af tryggingasvikamálunum sem koma á borð lögreglunnar. Tryggingasvikamál skiptast í tvennt; atburðir eru settir á svið til að fá bætur og ýktar bótakröfur. Ég hef miklar áhyggjur af síðari málunum því að þeir sem fremja brotin eru venjulegt fólk. Viðhorf þess er það sama og gagnvart til dæmis sköttum, að það sé allt í lagi að hagræða sannleikanum og ýkja tjónið til að fá meira en það á að fá, segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Tryggingafélögin njóta ekki samúðar í þjóðfélaginu. Fólk gengur á lagið með það sem því finnst vera sakleysisleg brot. Brotaþolinn er svo stór, heilt tryggingafélag sem sýnir góðar afkomutölur en þetta er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn. Iðgjöldin hækka eftir því sem tjónin eru meiri. Fá eða engin þeirra mála sem komu til lögreglu 2000-2004 höfðu náð inn í dómssali árið 2004. Í skýrslu um tryggingasvik sem Sjóvá hefur látið taka saman koma fram vangaveltur um hvort sparnaður sem hafi verið áberandi hjá lögreglu á Íslandi undanfarin ár, hafi áhrif á gæði rannsókna í tryggingasvikamálum en Þóra segir ekki hægt að kenna lögreglu um. Sjóvá ætlar að fara í átak gegn tryggingasvikum og efla rannsóknarvinnu í málum þar sem grunur um tryggingasvik vaknar. Við stöndum fyrst og fremst frammi fyrir sönnunarvandræðum. Við treystum okkar viðskiptavinum en ef það vaknar grunur, til dæmis þar sem fjárhæðir í innbrotum fara upp úr öllu valdi eða atburðarásin hefur á sér einhvern ólíkindablæ, þá getum við lent í vandræðum með sönnunargögn, segir hún. Þóra segir að Sjóvá muni fylgja málum betur eftir og vera meira á vettvangi til að kanna tilurð atvika. Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu og að þessi mál fái eins mikinn forgang hjá lögreglu og hægt er. Það krefst þess að við þurfum að sýna fram á að okkar grunsemdir eigi við rök að styðjast. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Lögreglan fékk þrjú til fjögur tryggingasvikamál á sitt borð á ári á tímabilinu 2000-2004. Útilokað er að tryggingasvikin séu svo fá hér á landi. Ef tryggingasvik eru hlutfallslega jafn algeng hér á landi og í nágrannalöndunum ættu málin að vera um tvö þúsund en heildarfjöldi tjóna er um 45 þúsund í landinu öllu á ári. Það er að mati framkvæmdastjóra Sjóvár því aðeins brotabrot af tryggingasvikamálunum sem koma á borð lögreglunnar. Tryggingasvikamál skiptast í tvennt; atburðir eru settir á svið til að fá bætur og ýktar bótakröfur. Ég hef miklar áhyggjur af síðari málunum því að þeir sem fremja brotin eru venjulegt fólk. Viðhorf þess er það sama og gagnvart til dæmis sköttum, að það sé allt í lagi að hagræða sannleikanum og ýkja tjónið til að fá meira en það á að fá, segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Tryggingafélögin njóta ekki samúðar í þjóðfélaginu. Fólk gengur á lagið með það sem því finnst vera sakleysisleg brot. Brotaþolinn er svo stór, heilt tryggingafélag sem sýnir góðar afkomutölur en þetta er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn. Iðgjöldin hækka eftir því sem tjónin eru meiri. Fá eða engin þeirra mála sem komu til lögreglu 2000-2004 höfðu náð inn í dómssali árið 2004. Í skýrslu um tryggingasvik sem Sjóvá hefur látið taka saman koma fram vangaveltur um hvort sparnaður sem hafi verið áberandi hjá lögreglu á Íslandi undanfarin ár, hafi áhrif á gæði rannsókna í tryggingasvikamálum en Þóra segir ekki hægt að kenna lögreglu um. Sjóvá ætlar að fara í átak gegn tryggingasvikum og efla rannsóknarvinnu í málum þar sem grunur um tryggingasvik vaknar. Við stöndum fyrst og fremst frammi fyrir sönnunarvandræðum. Við treystum okkar viðskiptavinum en ef það vaknar grunur, til dæmis þar sem fjárhæðir í innbrotum fara upp úr öllu valdi eða atburðarásin hefur á sér einhvern ólíkindablæ, þá getum við lent í vandræðum með sönnunargögn, segir hún. Þóra segir að Sjóvá muni fylgja málum betur eftir og vera meira á vettvangi til að kanna tilurð atvika. Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu og að þessi mál fái eins mikinn forgang hjá lögreglu og hægt er. Það krefst þess að við þurfum að sýna fram á að okkar grunsemdir eigi við rök að styðjast.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira